Raunir hins móralska meðalmanns

Men fjall­ar meist­ara­lega um með­al­mennsku og þá „sýnd­ar­mennsku sem límdi sam­an póli­tík, pen­inga og list­sköp­un í þessu þjóð­fé­lagi“, eins og það er orð­að í bók­inni.

Bók

Men

Vorkvöld í Reykjavík
Höfundur Sigrún Pálsdóttir
Forlagið
145 blaðsíður
Niðurstaða:

Men er feikilega fyndin og vel stíluð bók um íslenska spillingu og hvernig íslenski meðalmaðurinn fótar sig, misstígur sig og rís aftur upp innan hennar. Knappt formið lætur mann stundum óska eftir meiru en maður fær.

Gefðu umsögn

Undir lokin á kvikmyndinni Amadeus (1984) fyllist aldraða tónskáldið Salieri andagift eftir að hafa játað syndir sínar, morðið á sjálfum Mozart, fyrir presti. „Ég mun tala fyrir þína hönd, faðir“, segir hann prestinum eftir játninguna: „Ég tala fyrir alla meðalmenn heimsins. Ég er þeirra talsmaður og verndardýrlingur.“ Meðan hann er færður í gegnum geðveikrahælið sem hann er vistaður á lyftir hann tveimur fingrum á loft og hrópar til sjúklinganna: „Meðalmenni hvaðanæva að! Ég veiti ykkur aflausn! Ég veiti ykkur aflausn!“

Salieri var auðvitað aðeins meðalmenni að hæfileikum ef miðað var við sjálfan Mozart og þar deilir hann hlutskipti með okkur öllum. Lausn Salieris var að stuðla að dauða keppinautar síns, nokkuð sem gerði hann að allt öðru en meðalmanni, sérstaklega á hinu siðferðislega sviði. En það er ekki öllum gefið að fá svo auðvelda lausn á meðalmennsku sinni. Hvað ef það er enginn Mozart sem skyggir á mann heldur eitthvað miklu óræðara, einhver ímynd sem maður hefur af sjálfum sér, sem maður veit ekki hvaðan kom en alltaf gerir mann að ómerkingi í samanburði?

Rétt eins og Amadeus fjallar Men eftir Sigrúnu Pálsdóttur um meðalmann í heimi klassískrar tónlistar, uppgjafarflautuleikarann Baldvin, og ferðalag hans í gegnum heim annarra meðalmanna sem engu að síður hafa eignast auð og völd langt handan við það sem ekki bara þau sjálf, heldur nokkur manneskja á skilið. Baldvin hefur í upphafi bókar lagt flautuna á hilluna í bili og tekið að sér starf sem hann ætti, lífsskoðana sinna vegna, ekki að líta við: Menningarblaðamaður á eina eftirlifandi dagblaði Íslands sem er í eigu gjörspilltra peningaafla sem Baldvin hefur ímugust á. En Baldvin á von á barni og þarf að greiða leigu, og þarf ekki menningin einhvers staðar að vera, jafnvel þótt henni sé haldið uppi af djúpum vösum ættgengrar spillingar sem nær bæði inn í viðskiptalíf og stjórnmál og raunar þurrkar mörkin á milli þeirra út? Baldvin sannfærir sig nokkuð auðveldlega um að svo sé og er það aðeins eitt dæmið af mörgum um gráglettnar, vafasamar siðferðislegar málamiðlanir í bókinni.

Dag einn fær blaðamaðurinn Baldvin það verkefni að taka hátíðarviðtal við konu sem er sjaldnast kölluð annað en Men, sem er skammstöfun á nafni hennar. Talið er að Men eigi dagblaðið gjörspillta á bak við tjöldin en hefur lítið látið til sín fréttast síðan árið 2003, þegar hún, sem utanríkisráðherra ákveðins ónefnds stjórnmálaflokks, kom Íslandi á lista hinna „viljugu þjóða“ sem studdu innrás Bandaríkjanna í Írak. Skemmst er frá því að segja að viðtalið fer ekki eins og það átti að gera og í því miðju ratar (eða hrapar) Baldvin alveg óvart ofan í sjálft hjarta íslenskrar spillingar. Sú spilling er auðvitað einstök: svo hjákátleg, svo grátleg, svo barnaleg, svo misheppnuð, svo full af innistæðulausum þótta.

Men fjallar þannig meistaralega um „þá sýndarmennsku sem límdi saman pólitík, peninga og listsköpun í þessu þjóðfélagi“, eins og það er orðað í bókinni, en algjörlega án þess að predika eða rausa. Eins og lesendur fyrri bóka Sigrúnar kannast við er stíllinn knappur og beinn. Höfundur tekur sér enga yfirburðastöðu yfir umfjöllunarefni sínu heldur gefur í skyn að listsköpun á þessu landi geti vart losað sig úr þeim samfélagslega vef sem henni er búin, sérstaklega ekki fyrir „móralska meðalmenn“ eins og Baldvin (og við erum jú flest eins og Baldvin). 

Lesendur fyrri bóka Sigrúnar munu kannast við ýmislegt í Men, til dæmis skelfileg skakkaföll sem henda karakterana upp úr engu; tilviljunin leikur líklega stærra hlutverk í bókum Sigrúnar en flestra annarra íslenskra höfunda. Þó sker Men sig úr höfundarverkinu að því leyti að hún er drepfyndin. Þannig endurspeglar hún ágætlega þetta blessaða land okkar þar sem menn komast til metorða og í álnir í gegnum aulahrollsvaldandi blöndu af meðvirkni, frændhygli og hendingu. Það sem sameinar okkur er meðalmennskan, stundum yfirskyggð af sannfæringu um eigin yfirburði. Hver ætti að veita okkur aflausn? Salieri myndi fórna höndum.

Kjósa
9
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Pressa: Fyrsti þáttur
1
Pressa#1

Pressa: Fyrsti þátt­ur

Í þætti dags­ins verð­um við á póli­tíska svið­inu. Breyt­ing­ar á kvóta­kerf­inu og fisk­veið­um, stjórn­mála­ástand­ið og áskor­an­ir sem stjórn­ar­meiri­hlut­inn stend­ur frammi fyr­ir. Einnig verð­ur rætt um þögla einka­væð­ingu heil­brigðis­kerf­is­ins. Við­mæl­end­ur eru Svandís Svavars­dótt­ir mat­væla­ráð­herra, Jón Gunn­ars­son, þing­mað­ur Sjálf­stæð­is­flokks, Stefán Vagn Stef­áns­son, þing­mað­ur Fram­sókn­ar, og Jó­hann Páll Jó­hanns­son, þing­mað­ur Sam­fylk­ing­ar.
Skipið sem skemmdi vatnsleiðsluna hafði áður misst akkerið í sjóinn
6
Fréttir

Skip­ið sem skemmdi vatns­leiðsl­una hafði áð­ur misst akk­er­ið í sjó­inn

Þeg­ar akk­er­ið á skipi Vinnslu­stöðv­ar­inn­ar féll út­byrð­is, dróst eft­ir botn­in­um og stór­skemmdi einu neyslu­vatns­lögn­ina til Eyja var skip­ið, Hug­inn VE, ekki að missa akk­er­ið út­byrð­is í fyrsta skipti. Fram­kvæmda­stjóri fyr­ir­tæk­is­ins, Sig­ur­geir Brynj­ar Krist­geirs­son, stað­fest­ir þetta við Heim­ild­ina. „Þetta er bull,“ sagði skip­stjóri tog­ar­ans síð­asta föstu­dag, er Heim­ild­in spurði hvort bú­ið væri að segja hon­um og frænda hans upp. Starfs­loka­samn­ing­ur var gerð­ur við menn­ina sama dag.
Þögul einkavæðing Willums Þórs á heilbrigðiskerfinu
8
SkýringKlíníkin og einkarekstur í heilbrigðiskerfinu

Þög­ul einka­væð­ing Will­ums Þórs á heil­brigðis­kerf­inu

Einka­væð­ing í heil­brigðis­kerf­inu hef­ur ver­ið stór­auk­in á síð­ustu ár­um í gegn­um Sjúkra­trygg­ing­ar Ís­lands. Til stend­ur að ganga lengra í þeim efn­um sam­kvæmt heil­brigð­is­ráð­herra, Will­um Þór Þórs­syni. Í miðri þess­ari um­ræðu er einka­rekna heil­brigð­is­fyr­ir­tæk­ið Klíník­in. For­stjóri Land­spít­al­ans, Run­ólf­ur Páls­son, hef­ur áhyggj­ur af áhrif­un­um á rík­is­rek­in sjúkra­hús og bend­ir á skort á eft­ir­liti með einka­rekstr­in­um.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Pressa: Fyrsti þáttur
1
Pressa#1

Pressa: Fyrsti þátt­ur

Í þætti dags­ins verð­um við á póli­tíska svið­inu. Breyt­ing­ar á kvóta­kerf­inu og fisk­veið­um, stjórn­mála­ástand­ið og áskor­an­ir sem stjórn­ar­meiri­hlut­inn stend­ur frammi fyr­ir. Einnig verð­ur rætt um þögla einka­væð­ingu heil­brigðis­kerf­is­ins. Við­mæl­end­ur eru Svandís Svavars­dótt­ir mat­væla­ráð­herra, Jón Gunn­ars­son, þing­mað­ur Sjálf­stæð­is­flokks, Stefán Vagn Stef­áns­son, þing­mað­ur Fram­sókn­ar, og Jó­hann Páll Jó­hanns­son, þing­mað­ur Sam­fylk­ing­ar.
Ummæli um þingkonu til skoðunar hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu
2
Fréttir

Um­mæli um þing­konu til skoð­un­ar hjá lög­regl­unni á höf­uð­borg­ar­svæð­inu

Í svari lög­regl­unn­ar á höf­uð­borg­ar­svæð­inu við fyr­ir­spurn Heim­ild­ar­inn­ar um það hvort það sam­ræm­ist vinnu­regl­um lög­regl­unn­ar að gefa það upp við Nú­tím­ann í hvers­kon­ar ástandi Arn­dís Anna Krist­ín­ar­dótt­ir Gunn­ars­dótt­ir var í þeg­ar lög­regl­an hand­tók hana á skemmti­stað, seg­ir að það sé með öllu óheim­ilt að gefa slík­ar upp­lýs­ing­ar upp og það verði nú tek­ið til skoð­un­ar hjá lög­reglu hvort slík­ar upp­lýs­ing­ar hafi ver­ið gefn­ar.
Tortólasnúningur Hreiðars á Íslandi afhjúpaðist í Danmörku
3
RannsóknLeyndarmál Kýpur

Tor­tóla­snún­ing­ur Hreið­ars á Ís­landi af­hjúp­að­ist í Dan­mörku

Sami mað­ur sá um fé­lag Hreið­ars Más Sig­urðs­son­ar, fyrr­ver­andi for­stjóra Kaupþings, sem af­hjúp­að­ist í Pana­maskjöl­un­um og fyr­ir Önnu Lísu Sig­ur­jóns­dótt­ur, eig­in­konu hans, og tvær aðr­ar kon­ur sem gift­ar eru fyrr­ver­andi lyk­il­stjórn­end­um bank­ans. Ný gögn sýna hvernig pen­ing­ar úr af­l­ands­fé­lög­um á Tor­tóla flæddu í gegn­um sjóðs­stýr­inga­fé­lag Ari­on banka og inn í ís­lenska ferða­þjón­ustu.

Mest lesið í mánuðinum

Loftkastali kaupfélagsstjórans í Djúpinu
1
Rannsókn

Loft­kastali kaup­fé­lags­stjór­ans í Djúp­inu

Stein­steypta hús­ið í kast­al­astil sem stend­ur við veg­inn í Ísa­firði vek­ur bæði undr­un og hrifn­ingu margra ferða­langa sem keyra nið­ur í Djúp­ið. Hús­ið er ein­stakt í ís­lenskri sveit og á sér áhuga­verða sögu sem hverf­ist um Sig­urð Þórð­ar­son, stór­huga kaup­fé­lags­stjóra í fá­tæku byggð­ar­lagi á Vest­fjörð­um, sem reyndi að end­ur­skrifa sögu kast­al­ans og kaup­fé­lags­ins sem hann stýrði.
Íslenskur karlmaður bauð „einstæðri móður með barn“ aðstoð
2
FréttirJarðhræringar við Grindavík

Ís­lensk­ur karl­mað­ur bauð „ein­stæðri móð­ur með barn“ að­stoð

Ís­lensk­ur karl­mað­ur setti inn um­deilda Face­book-færslu í hóp­inn Að­stoð við Grind­vík­inga, þar sem fólki í neyð er boð­in marg­vís­leg að­stoð frá hjálp­fús­um Ís­lend­ing­um. Með­lim­ir hóps­ins brugð­ust illa við þeg­ar mað­ur­inn bauðst til að að­stoða ein­stæða móð­ur með barn. „Skamm­astu þín karl fausk­ur.“
Valdablokkir í Matador um Marel
3
Rannsókn

Valda­blokk­ir í Mata­dor um Mar­el

Það geis­ar stríð í ís­lensku við­skipta­lífi. Stærstu eig­end­ur stærsta fjár­fest­inga­fé­lags lands­ins, Eyr­is In­vest, telja einn stærsta banka lands­ins, Ari­on banka, vera að reyna að tryggja Sam­herja og Stoð­um yf­ir­ráð í Mar­el. Enn vakna spurn­ing­ar um hvort eðli­legt sé að hefð­bund­in banka­starf­semi og fjár­fest­inga­banka­starf­semi, eigi yf­ir­höf­uð sam­an. Leik­flétt­an fel­ur í sér næt­ur­fundi, veðkall, af­sögn og á end­an­um greiðslu­stöðv­un sem ætl­að er að kaupa tíma fyr­ir þá sem gripn­ir voru í ból­inu.
Pressa: Fyrsti þáttur
4
Pressa#1

Pressa: Fyrsti þátt­ur

Í þætti dags­ins verð­um við á póli­tíska svið­inu. Breyt­ing­ar á kvóta­kerf­inu og fisk­veið­um, stjórn­mála­ástand­ið og áskor­an­ir sem stjórn­ar­meiri­hlut­inn stend­ur frammi fyr­ir. Einnig verð­ur rætt um þögla einka­væð­ingu heil­brigðis­kerf­is­ins. Við­mæl­end­ur eru Svandís Svavars­dótt­ir mat­væla­ráð­herra, Jón Gunn­ars­son, þing­mað­ur Sjálf­stæð­is­flokks, Stefán Vagn Stef­áns­son, þing­mað­ur Fram­sókn­ar, og Jó­hann Páll Jó­hanns­son, þing­mað­ur Sam­fylk­ing­ar.
Baneitrað samband á bæjarskrifstofunum
5
RannsóknÍsland í mútum

Ban­eitr­að sam­band á bæj­ar­skrif­stof­un­um

Ásak­an­ir um mút­ur, fjár­kúg­un og fjár­svik hafa ít­rek­að kom­ið upp í tengsl­um við bygg­ingu þriggja stærstu íþrótta­mann­virkja Kópa­vogs­bæj­ar. Verktaki sem fékk millj­arða verk hjá Kópa­vogs­bæ greiddi fyr­ir skemmti­ferð maka og emb­ætt­is­manna bæj­ar­ins, sem mælt höfðu með til­boði verk­tak­ans. Fjár­svikakæra gegn hon­um og starfs­manni bæj­ar­ins var felld nið­ur. „Það hefði átt að rann­saka þetta sem mút­ur,“ seg­ir bæj­ar­full­trúi og furð­ar sig á með­ferð bæj­ar­stjóra á mál­inu, sem var ekki eins­dæmi.
Fjárfestingaklúbbur Kaupþingskvenna
6
RannsóknLeyndarmál Kýpur

Fjár­fest­inga­klúbb­ur Kaupþings­kvenna

Eig­in­kon­ur þriggja fyrr­um stjórn­enda hins fallna Kaupþings banka eru um­svifa­mikl­ir fjár­fest­ar í fast­eigna­verk­efn­um á Spáni og víð­ar. Pen­ing­ar sem geymd­ir eru í fé­lög­um á Tor­tóla og Kýp­ur eru not­að­ir til að byggja lúxus­í­búð­ir. Hundruð millj­óna króna hagn­að­ur hef­ur orð­ið til í þess­um af­l­ands­fé­lög­um. Ein þeirra hef­ur einnig fjár­fest með hópi Ís­lend­inga í bresk­um hjúkr­un­ar­heim­il­um.
Hvernig peningaslóð stjórnenda Kaupþings og maka þeirra liggur til Tortólu
9
Skýring

Hvernig pen­inga­slóð stjórn­enda Kaupþings og maka þeirra ligg­ur til Tor­tólu

Notk­un eig­in­kvenna fyrr­ver­andi stjórn­enda Kaupþings­banka á fé­lög­um á af­l­ands­svæð­inu Kyp­ur er enn eitt dæm­ið um það að þess­ir að­il­ar hafi not­ast við slík fé­lög í við­skipt­um sín­um eft­ir efna­hags­hrun­ið 2008. Hreið­ar Már Sig­urðs­son, fyrr­ver­andi for­stjóri Kaupþings, og eig­in­konu hans tengd­ust til dæm­is fé­lög­um í Pana­maskjöl­un­um og ár­ið 2019 var sagt frá Tor­tóla­fé­lagi sem not­að var til að halda ut­an um eign­ir á Ís­landi sem tengd­ust þeim.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár