Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Saka ráðuneyti um hræðslutaktík og þöggunartilburði gegn rétttindagæslufólki

Freyja Har­alds­dótt­ir, rétt­ar­gæslu­mað­ur og þá­ver­andi tals­mað­ur fatl­aðs hæl­is­leit­anda, sak­ar emb­ætt­is­menn í fé­lags­mála­ráðu­neyt­inu um ít­rek­uð óeðli­leg af­skipti af störf­um sín­um. Yf­ir­mað­ur henn­ar stað­fest­ir frá­sögn henn­ar og seg­ir ráðu­neyt­ið ít­rek­að hafa gert at­huga­semd­ir við það þeg­ar gagn­rýni beind­ist að ráðu­neyt­inu. Ótækt sé að sinna eft­ir­liti með ráðu­neyt­inu sem stýr­ir eft­ir­lit­inu.

Saka ráðuneyti um hræðslutaktík og þöggunartilburði gegn rétttindagæslufólki
Hætti í kjölfar afskipta ráðuneytis Freyja Haraldsdóttir hafði verið einn af tólf réttindagæslumönnum fatlaðra á Íslandi í þrjú ár þegar hún hætti störfum í sumar. Segir þöggunartilburði og hræðslutaktík ráðuneytis félagsmála eina stærstu ástæðu þess. Hún er ekki ein um að telja ráðuneytið hafa höndlað það illa að fara með yfirstjórn yfir réttindagæslufólki. Mynd: Golli

Það er ótækt að réttindagæsla fyrir fatlað fólk, sem oftar en ekki beinist gegn stjórnvöldum, skuli vera sett undir stjórn þess sem eftirlitið beinist gegn. Félags- og vinnumálaráðuneytið er sagt ítrekað hafa brugðist illa við gagnrýni réttindagæslumanna og kallað yfirmann þeirra á teppið vegna þess. 

Kona sem sinnti réttindagæslu fyrir hælisleitanda með fötlun, segir ráðuneyti félagsmála hafa reynt að hræða sig frá því að sinna og fjalla opinberlega um aðstæður mannsins. Forstöðumaður réttindagæslunnar staðfestir afskipti ráðuneytisins og segir það illa höndla gagnrýni. Forveri hans segir réttindagæslukerfið hafa skaðast af þessum sökum.

„Ég starfaði við réttindagæsluna þar til í sumar og var með málið hans Hussein Hussein og aðstoðaði hann í eitt og hálft ár, þar til honum var brottvísað í desember í fyrra,“ segir Freyja Haraldsdóttir, fyrrverandi réttindagæslumaður, í samtali við Heimildina. Í nýlegri færslu á Facebook upplýsir hún um og gagnrýnir harðlega afskipti ráðuneytis félagsmála af vinnu hennar fyrir …

Kjósa
14
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár