Ódæmigert réttlæti í kynferðisbrotamálum kemur fram með fjölbreyttum hætti en sprettur úr vantrausti á hefðbundna réttarvörslukerfið og ákalli þolenda kynferðisofbeldis um viðurkenningu og réttlæti, að sögn Hildar Fjólu Antonsdóttur, lektors í lögreglufræði við félagsvísindadeild Háskólans á Akureyri.
Hún og Gyða Margrét Pétursdóttir, prófessor í kynjafræði við stjórnmálafræðideild Háskóla Íslands, fluttu erindi um umbreytingar og ódæmigert réttlæti á ráðstefnu Stígamóta um ofbeldismenn á Íslandi í síðustu viku.
Ódæmigert réttlæti er andstæðan við dæmigert réttlæti, en hugtakið er tekið úr skrifum femíníska heimspekingsins Nancy Fraser til að lýsa því þegar aðilar sem berjast um réttlætið eru ekki lengur sammála um hvernig krafan um réttlætið eigi að líta út, hvert eigi að snúa sér til að ráða bót á ranglætinu, hvaða hugmyndakerfi liggur til grundvallar réttlætiskröfunni, og hvaða félagslegi mismunur feli í sér ranglæti.
Athugasemdir