Björk, sem hefur í um aldarfjórðung reglulega risið upp í þágu náttúruverndar á Íslandi, segir að viðbrögð við hamfarahlýnun séu kynslóðaskipt. Gamla kerfið renni sitt skeið á næstu árum, risaeðlan hverfi. Unga fólkið sé að taka við og það skilji hve mikið sé í húfi og hvað þurfi að gera til að draga úr loftslagsbreytingum. „Hamfarahlýnun er alvarlegasta mál sem mannkynið hefur lent í, það er bara þannig. Náttúruvernd snýst að miklu leyti um ást og ungt fólk í dag er tilfinningagreindara og hefur aðrar hugmyndir um verndun jarðarinnar en þær kynslóðir sem komu á undan. Þegar ég gefst upp, það gerist stundum, eða er kvíðin út af umhverfisvernd, hjálpar mér að muna að þetta er kynslóðaskipt,“ segir Björk, sem nú ætlar að freista þess að beina kastljósi heimsins að sjókvíaeldi í fjörðum á Íslandi. Fyrst beinir hún ljósinu í átt að Seyðisfirði en þar eru uppi áform um að …
Tónlistarkonan Björk líkir þeim sem standa í vegi fyrir verndun náttúrunnar við risaeðlu í andarslitrum. Hún dingli þó enn halanum og valdi því miklum skaða. Unga fólkið sé að leggja ný spil á borðið en að pólitík og græðgi þvælist fyrir. Henni finnst Katrín Jakobsdóttir ekki hafa sýnt lit í umhverfismálum eftir að hún tók við forsætisráðuneytinu. ,,Það er örugglega martröð að vera í þessu samstarfi í ríkisstjórn,“ segir Björk, sem nú berst gegn sjókvíaeldi í íslenskum fjörðum.
Athugasemdir