Krabbameinsfélag Íslands, sem er skráð sem almannaheillafélag, stendur afar vel fjárhagslega en það er að langmestu leyti rekið fyrir söfnunarfé.
Eigið fé félagsins í lok síðasta árs var tæplega 1,6 milljarðar króna.
Undanfarin ár hefur félagið fjárfest í innlendum og erlendum hlutabréfum, skuldabréfum og víxlum, þar á meðal nýlega í víxli útgefnum af Ölmu leigufélagi fyrir tæplega 59 milljónir króna. Þar er líka að finna eignarhluti í hlutdeildarskírteinum fjárfestingarsjóða og sem fjárfesta í verðbréfum og skuldabréfum.
Markaðsvirði eigna félagsins sem eru í fjárvörslu var metið á 967 milljónir króna um síðustu áramót. „Skyldur okkar til að ávaxta það fé sem safnast eru mjög ríkar,“ segir Halla Þorvaldsdóttir, framkvæmdastjóri Krabbameinsfélagsins.
Tekjur félagsins hafa vaxið að undanförnu og má rekja það til þess að fjáröflun í tengslum við Bleiku slaufuna og Mottumars hefur skilar fleiri krónum í kassann. Meirihluti söfnunarfjár félagsins kemur þó frá svokölluðum Velunnurum sem nú eru komnir yfir 20 …
Þetta er svo mikil þvæla !!
Peningar eru dauðir hlutir, ávaxta sig ekki. Góðgerðarfélög eiga að láta aðra um fjárglæfrastarfsemi.