Margrét mætir beint í viðtal af samstöðufundi með flóttafólki frá Venesúela með þeim orðum að það sem valdið hafi ástandinu í Venesúela séu viðskiptaþvinganir Bandaríkjamanna á sínum tíma. En fljótlega berst talið að leikhúsinu.
Hún er loksins snúin aftur á íslenskt leiksvið.
Þessa dagana má sjá hana í Þjóðleikhúsinu skína í hlutverki Fedru í verkinu Ást Fedru eftir breska tímamótaskáldið Söruh Kane – sem kennd er við in-yer-face-leikritun.
Fedra elskar stjúpson sinn af þráhyggju, hún þráir hann; um leið og segja má að hún sé bundin á klafa svokallaðs feðraveldis.
„Ef við skoðum bakgrunn leikverks Söruh Kane, mítalógíuna um Fedru; ef við hugsum hana táknrænt, þá framkvæmir hún stærstu hefnd vestrænnar sögu,“ segir Margrét. „Ung að árum er hún látin giftast Þeseifi; hann drepur systur hennar og hafði líklega drepið bróður hennar. Þetta eru Kardashians þess tíma. Aldrei er nefnt að konungarnir séu ógeðslegir eða allt …
Athugasemdir (2)