Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Af hverju elskum við einhvern sem kemur illa fram við okkur?

Mar­grét Vil­hjálms­dótt­ir er þessa dag­ana á fjöl­um Þjóð­leik­húss­ins eft­ir að hafa dval­ið er­lend­is í mörg ár. Við að kynn­ast skóla­kerf­inu í Berlín upp­götv­aði hún hversu djúpt trám­að eft­ir seinni heims­styrj­öld­ina og komm­ún­ískt ein­ræði ligg­ur enn þá í þjóð­inni. „Þau voru öskr­andi á börn­in,“ seg­ir hún í við­tali um hörku og mýkt, varn­ir feðra­veld­is­ins, skrímslavæð­ingu kvenna, jafnt sem sterk­ar kven­fyr­ir­mynd­ir í lífi henn­ar; of­beldi og hættu­leg öfl.

Af hverju elskum við einhvern sem kemur illa fram við okkur?
Loksins snúin aftur Þessa dagana má sjá Margréti í Þjóðleikhúsinu skína í hlutverki Fedru í verkinu ást Fedru eftir breska tímamótaskáldið Söruh Kane. Mynd: Heiða Helgadóttir

Margrét mætir beint í viðtal af samstöðufundi með flóttafólki frá Venesúela með þeim orðum að það sem valdið hafi ástandinu í Venesúela séu viðskiptaþvinganir Bandaríkjamanna á sínum tíma. En fljótlega berst talið að leikhúsinu.

Hún er loksins snúin aftur á íslenskt leiksvið.

Þessa dagana má sjá hana í Þjóðleikhúsinu skína í hlutverki Fedru í verkinu Ást Fedru eftir breska tímamótaskáldið Söruh Kane – sem kennd er við in-yer-face-leikritun.

Fedra elskar stjúpson sinn af þráhyggju, hún þráir hann; um leið og segja má að hún sé bundin á klafa svokallaðs feðraveldis.

Ef við skoðum bakgrunn leikverks Söruh Kane, mítalógíuna um Fedru; ef við hugsum hana táknrænt, þá framkvæmir hún stærstu hefnd vestrænnar sögu, segir Margrét. Ung að árum er hún látin giftast Þeseifi; hann drepur systur hennar og hafði líklega drepið bróður hennar. Þetta eru Kardashians þess tíma. Aldrei er nefnt að konungarnir séu ógeðslegir eða allt …

Kjósa
52
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (2)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Thora Bergny skrifaði
    Spriklandi skemmtilegt en líka djúp sárt viðtal.
    1
  • MRG
    Margrét Rún Guðmundsdóttir-Kraus skrifaði
    Ég hef alið 3 börn upp í Þýskalandi og kannast ekki við að öskrað sé á þau í skólum. Það er ekki rétt að alhæfa svona.
    2
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár