Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Sjávarútvegurinn hefur aldrei hagnast jafnmikið á einu ári og í fyrra

Ár­ið 2022 var metár í ís­lenskri út­gerð. Tekj­urn­ar og hagn­að­ur­inn hef­ur aldrei ver­ið meiri og arð­greiðsl­urn­ar eft­ir því. Kak­an skipt­ist þannig að 71 pró­sent sit­ur eft­ir hjá sjáv­ar­út­veg­in­um en 29 pró­sent fer til sam­neysl­unn­ar í gegn­um op­in­ber gjöld. Kvót­inn, sem sam­kvæmt lög­um er sam­eign þjóð­ar­inn­ar, er bók­færð­ur sem helm­ing­ur eigna geir­ans. Hann er þó stór­lega van­met­inn í bók­um út­gerða. Lík­lega er raun­veru­legt eig­ið fé sjáv­ar­út­vegs, eign­ir að frá­dregn­um skuld­um, nú um 1.100 millj­arð­ar króna.

Sjávarútvegurinn hefur aldrei hagnast jafnmikið á einu ári og í fyrra
Risarnir Á síðustu árum hefur orðið aukin samþjöppun í íslenskum sjávarútvegi. Til hafa orðið nokkrir risar. Útgerðin telur það vera jákvæða þróun. Mynd: Heimildin / Davíð Þór

Árið 2022 var besta rekstrarár íslenskra sjávarútvegsfyrirtækja frá upphafi. Ástæðan var að hluta til sú að loðnuvertíðin gaf frábærlega af sér. Það gerði hún reyndar árið 2021 líka, eftir að Kristján Þór Júlíusson, þáverandi sjávarútvegsráðherra, ákvað að gera það að einu af sínum síðustu verkum á ráðherrastóli að úthluta stærsta loðnukvóta sem úthlutað hafði verið í 20 ár. Þorri þess kvóta fór til stærstu sjávarútvegsblokka landsins. Í vikunni var tilkynnt að líklega yrði engin loðna veidd á komandi vertíð. Það væri ekki sjálfbært.

Alls voru tekjur sjávarútvegsins 382 milljarðar króna í fyrra, sem var 24 prósent hækkun frá árinu á undan. Frá árinu 2018, á fjórum árum, hafa tekjur geirans aukist um 55 prósent, um 135 milljarða króna. Framlegðin jókst enn eitt árið og nálgast nú 30 prósent. Vert er að taka fram að hér er um tekjur vegna veiða og vinnslu að ræða, ekki vegna fiskeldis. Á þeirri starfsemi …

Kjósa
22
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár