Þessi grein birtist fyrir rúmlega 12 mánuðum.

Ríkisstjórnin vill skikka banka til að afskrifa hluta af skuldum fólks í fjárhagsvanda

Til stend­ur að upp­færa lög um greiðsluað­lög­un, sem sett voru eft­ir banka­hrun­ið og eru ætl­uð til að að­stoða fólk í fjár­hags­vand­ræð­um við að semja nið­ur kröf­ur sín­ar án þess að missa heim­il­ið sitt. Með þessu ligg­ur fyr­ir að rík­is­stjórn­in býst við að ein­hver heim­ili verði yf­ir­veð­sett, sem þýð­ir að íbúða­skuld­ir verði meiri en virði íbúða.

Ríkisstjórnin vill skikka banka til að afskrifa hluta af skuldum fólks í fjárhagsvanda
Ráðherra Frumvarp Guðmundar Inga Guðbrandssonar hefur verið birt í samráðsgátt stjórnvalda og hægt er að senda inn umsagnir þar til 13. október. Búast má við að uppfærslan á lögunum sem þar er boðuð verði umdeild. Mynd: Stundin / Davíð Þór

Guðmundur Ingi Guðbrandsson félags- og vinnumarkaðsráðherra hefur birt frumvarp í samráðsgátt stjórnvalda sem er ætlað að uppfæra lög um greiðsluaðlögun. Lögin voru upprunalega sett árið 2010 til að hjálpa heimilum sem glímdu við verulega fjárhagserfiðleika og alls hafa um 8.600 manns sótt um úrræðið frá því að þau tóku gildi. 

Í einföldu máli snýst greiðsluaðlögun um það að sá sem telur sig ekki geta borgað af skuldum sínum við banka, sem í flestum tilfellum eru vegna íbúðarkaupa, getur sóst eftir því að embætti umboðsmanns skuldara hafi milligöngu um að þeir semji um eftirgjöf hluta skulda sinna. 

Eftir bankahrunið voru margir í þeirri stöðu að virði íbúðarhúsnæðis þeirra var minna en skuldirnar sem stofnað hafði verið til til að kaupa það. Það orsakaðist af tvennu: því að mjög há verðbólga – sem fór hæst í 18,6 prósent í byrjun árs 2009 – …

Kjósa
12
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár