Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

„Munum aldrei mæta allri orkuþörf allra“

Ef ekki verða sett lög um for­gang al­menn­ings að orku verð­ur hon­um smám sam­an þrýst út af orku­borð­inu og þá stund­um of­an í ol­íu­tunnu. Því þótt borð­ið svigni vissu­lega af end­ur­nýj­an­legri orku verð­ur það alltaf tak­mark­að að stærð. Nú þeg­ar eft­ir­spurn­in hef­ur marg­fald­ast og sal­an auk­ist er gott að hugsa um „orku­skort hverra“ og þá stað­reynd að al­menn­ing­ur not­ar að­eins um 5 pró­sent raf­orkunn­ar, seg­ir Halla Hrund Loga­dótt­ir orku­mála­stjóri. „Því þetta verð­ur alltaf val – hversu mik­ið þú ætl­ir að selja og í hvað.“

„Það er mikilvægt, óháð virkjanaframkvæmdum, að það sé haldið áfram að efla innviðina á Vestfjörðum,“ segir Halla Hrund Logadóttir orkumálastjóri í samtali við Heimildina. Þótt mikið hafi áunnist búi svæðið enn við lakara orkuöryggi en flestir landshlutar. Aðeins ein hálfrar aldar gömul meginflutningslína liggur inn á Vestfirði og þótt forsvarsmenn Orkubús Vestfjarða séu „auðvitað ekki mótfallnir því“ að hún verði styrkt eða tvöfölduð, líkt og Elías Jónatansson orkubússtjóri orðaði það við Heimildina nýverið, telja þeir lausnina fremur felast í því að byggja fleiri virkjanir á Vestfjörðum. 

Halla Hrund bendir á að annar kosturinn þurfi ekki að útiloka hinn. En, ef afhendingaröryggi er ekki bætt með framleiðslu á svæðinu mun það þrýsta á öflugri tengingar við meginflutningskerfið. Ef ný orkuvinnsla verður á svæðinu getur það seinkað eða dregið úr þörf fyrir sterkari tengingar.“

Flutningslínur séu „lífæðarnar“ í raforkukerfinu, losa þurfi „kransæðastíflur“ svo …

Kjósa
28
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár