Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Seinni hálfleikur hafinn og átakalínurnar aldrei skýrari

Spennu­stig­ið á Al­þingi er að hækka hratt og flokk­arn­ir eru að stíga fyrstu skref­in í átt að því að und­ir­búa sig fyr­ir næstu kosn­ing­ar. Það sást vel í um­ræð­um um stefnuræðu for­sæt­is­ráð­herra, sem hóf seinni hálfleik kjör­tíma­bils­ins. Mesta óviss­an er um hvort leik­ur­inn verði flaut­að­ur af vegna þess að stjórn­ar­lið­ið geng­ur snemma af velli eða hvort það muni halda áfram að gefa send­ing­ar sín á milli, að­al­lega aft­urá­bak eða til hlið­ar, án þess að reyna að skora mörk og að­al­lega til þess að bíða eft­ir að dóm­ar­inn flauti af.

Það er hefð fyrir því að forystufólk ríkisstjórnarinnar tali í takt í umræðum um stefnuræðu forsætisráðherra. Að fókusinn sé á góð verk hennar og inntakið það að sannfæra þá sem á hlýða um að allt sé á réttri leið. 

Þannig var ræða Bjarna Benediktssonar á Alþingi á miðvikudagskvöld. Í heiminum sem Bjarni lýsti var staðan á Íslandi í dag ekki bara góð, heldur í raun frábær, og enn bjartara var fram undan. Blússandi hagvöxtur, mikil fjölgun starfa og mikill árangur í lífskjarabata frá hruni voru skilaboðin. Helstu verkefnin væru að styðja við endurheimt stöðugleikans. „Þó við einblínum oft á það sem miður fer megum við ekki gleyma jákvæðum breytingum,“ sagði Bjarni áður en hann sendi flest öllum leiðtogum stjórnarandstöðunnar pillu fyrir gagnrýni þeirra á efnahagsstefnu hans. Hann klykkti svo út með því að segja að svo væru auðvitað aðrir þingmenn, eins og Björn Leví Gunnarsson „sem mér sýnist bara …

Kjósa
20
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár