Einar Þór Jónsson var einn sá fyrsti sem sagði frá því opinberlega að hann væri HIV-jákvæður. Einar Þór var í fyrra sæmdur heiðursmerki Samtakanna ´78 fyrir baráttu sína í þágu réttinda hinsegin fólks og þá sérstaklega þeirra sem eru HIV-jákvæðir.
Í samtali við Heimildina segir Einar Þór að umræða síðustu daga veki óþægilegar minningar. Það sé sárt að verða vitni að því að enn ríki fordómar í garð hinsegin fólks í samfélaginu. „Stóri munurinn nú og þegar ég var ungur maður er að nú birtist hatursorðræða á samfélagsmiðlum sem allur almenningur hefur aðgang að. Þar vaða einstaklingar áfram og setja út alls kyns ósannindi og óhroða um fólk og nafngreinir það jafnvel.“
Fyrr í vikunni skrifaði hann á Facebook: „Við þurfum öll að standa saman í þessari baráttu. Þessi hatursorðræða gegn hinsegin fólki er dauðans alvara og engum samboðin.“
Fordómarnir beinist gegn einstaklingum
Einar segir að …
Athugasemdir (1)