Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Regnbogar næturinnar

Guð­berg­ur Bergs­son varð per­sónu­gerv­ing­ur upp­reisn­ar gegn þrúg­andi leið­ind­um, gráma, kúg­un, stagli og súld.

Regnbogar næturinnar

Tómasi Jónssyni Metsölubók lýkur á draumkenndum kafla þar sem sögumaður verksins, og aðalpersóna, virðist orðinn þríeinn eins og Guð eða Bakkabræður og velkist um úti á reginhafi á bátnum Katrínu (hann segir að sálin í sér heiti Katrín). Og kominn um borð í björgunarbát tekst honum – eða er það Hermanni? – að hugsa eina lokahugsun:

ég kalla norðurljósin regnboga næturinnar

Þannig má lýsa mörgum skáldverkum Guðbergs Bergssonar. Þau eru regnbogar næturinnar: athyglinni er beint að myrku hliðinni á íslenskri menningu, sýnt hvernig sú hlið á sér líka sinn ljósagang og sína fegurð um leið og allt sem dagsljósinu tilheyrir, hin opinbera svið daglegs lífs, er skoðað í því ljósi. Öllu er umsnúið. Allt verður hinsegin. Guðbergur skrifaði hinsegin bókmenntir löngu áður en það hugtak varð til. Verk hans upp úr miðjum sjöunda áratugnum – TJM, Ástir samlyndra hjóna, Anna, Hermann og Dídí, Það sefur í djúpinu og Það rís …

Kjósa
19
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Guðbergur Bergsson

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár