Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Nú er ekkert eftir hjá vatninu annað en það að kólna

Guð­berg­ur Bergs­son hrærði upp í staðn­aðri fag­ur­fræði lands­manna, gekk ít­rek­að fram af sið­ferð­is­kennd þeirra og hirti þá fyr­ir afdala­mennsku. Um leið opn­aði hann augu margra fyr­ir því að það væri hægt að hugsa öðru­vísi, skrifa öðru­vísi, lifa öðru­vísi.

Nú er ekkert eftir hjá vatninu annað en það að kólna

Því hefur verið haldið fram að vart sé hægt að hugsa sér betra start á rithöfundarferli en að vera hafnað af bókmenntastofnuninni. Þetta sanna dæmin. Hér á landi er Guðbergur Bergsson eitt af þeim skýrustu. Þegar fyrstu stóru skáldsögu hans, Tómasi Jónssyni: Metsölubók, var hafnað á stjórnarfundi Máls og menningar í apríl 1965 varð til einn framsæknasti og jafnframt óforskammaðasti rithöfundur aldarinnar. Upp frá því átti Guðbergur eftir að hræra upp í staðnaðri fagurfræði landsmanna, ganga ítrekað fram af siðferðiskennd þeirra, hirta þá fyrir afdalamennsku og afhjúpa lamað og lúið tilfinningalíf einangrunarinnar, en um leið opna augu margra fyrir því að það væri hægt að hugsa öðruvísi, skrifa öðruvísi, lifa öðruvísi.

Og þessu hélt hann áfram alveg fram á síðustu ár. Um Guðberg ríkti aldrei nein sátt. Og raunar leit aldrei út fyrir að Guðbergi þætti það eftirsótt að um hann ríkti sátt. Kannski var ásókn hans í það …

Kjósa
15
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Guðbergur Bergsson

Nýtt efni

Ópera eða þungarokk? - Áhrif smekks á viðhorf annarra til okkar
Samtal við samfélagið#8

Ópera eða þung­arokk? - Áhrif smekks á við­horf annarra til okk­ar

Hef­ur smekk­ur okk­ar áhrif á hvernig aðr­ir meta okk­ur? Mads Meier Jæ­ger, pró­fess­or við Kaup­manna­hafn­ar­skóla, svar­aði þeirri spurn­ingu á fyr­ir­lestri sem hann flutti ný­lega á veg­um fé­lags­fræð­inn­ar og hann ræddi rann­sókn­ir sín­ar í spjalli við Sigrúnu í kjöl­far­ið. Því hef­ur oft ver­ið hald­ið fram að meiri virð­ing sé tengd smekk sem telst til há­menn­ing­ar (t.d. að hlusta á óper­ur eða kunna að meta ostr­ur) en lægri virð­ing smekk sem er tal­inn end­ur­spegla lág­menn­ingu (t.d. að hlusta á þung­arokk eða vilja bara ost­borg­ara). Á svip­að­an hátt er fólk sem bland­ar sam­an há- og lág­menn­ingu oft met­ið hærra en þau sem hafa ein­ung­is áhuga á öðru hvoru form­inu. Með meg­in­d­leg­um og eig­ind­leg­um að­ferð­um sýn­ir Mads fram á að bæði sjón­ar­horn­in skipta máli fyr­ir hvernig fólk er met­ið í dönsku sam­fé­lagi. Dan­ir álíta til dæm­is að þau sem þekkja og kunna að meta hluti sem tengj­ast há­menn­ingu fær­ari á efna­hags­svið­inu og fólk ber meiri virð­ingu fyr­ir slík­um ein­stak­ling­um en þau sem að geta bland­að sam­an há-og lág­menn­ingu eru tal­in áhuga­verð­ari og álit­in hafa hærri fé­lags­lega stöðu. Þau Sigrún ræða um af hverju og hvernig slík­ar skil­grein­ing­ar hafa áhuga á mögu­leika okk­ar og tæki­færi í sam­fé­lag­inu. Þau setja nið­ur­stöð­urn­ar einnig í sam­hengi við stefnu­mót­un, en rann­sókn­ir Mads hafa með­al ann­ars ver­ið not­að­ar til að móta mennta­stefnu í Dan­mörku.

Mest lesið undanfarið ár