Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Þá deyja sumir samt

„Helst lít­ur út fyr­ir að al­kunn skoð­un eða spá­dómsorð kerl­ing­ar muni sann­ast á Franco þeg­ar hún sagði: ,Djöfl­arn­ir deyja aldrei.‘ En þótt djöfl­arn­ir deyi kannski aldrei þá deyja sum­ir samt og flest fer eft­ir því hvaða aug­um menn líta á djöfl­ana, dauð­ann og líf­ið.“

Þá deyja sumir samt

Hólmfríður Matthíasdóttir, útgáfustjóri Forlagsins, segir hér í örfáum orðum frá bókinni Dauði Francos eftir Guðberg. Bókin er á leið í prentun og væntanleg glóðvolg nú í haust. Sjálf hefur Hólmfríður búið lengi í Barcelona þar sem Guðbergur nam spænsk fræði, listasögu og bókmenntir, nánar tiltekið í Háskólanum í Barcelona, La Universidad de Barcelona.

Hólmfríður Matthíasdóttirútgáfustjóri Forlagsins.

Bók Guðbergs Bergssonar, Dauði Francos, sem kemur út hjá Forlaginu í október, var í raun skrifuð árið 1975, þegar Guðbergur fylgdist með nokkurra vikna dauðastríði einræðisherrans Francisco Francos og skrásetti í dagbók.

Þetta er ekki löng bók, en hún er einstök heimild um þessi tímamót og varpar upp heillandi nærmynd af þjóðfélagi og tíðaranda þar sem nýi og gamli tíminn takast á í samfélagslegri ringulreið.

Grípandi lesning sem ég spændi í mig um leið og mér barst handritið í tölvupósti frá skáldinu. Guðbergur skrifar svo skemmtilega og af einstakri innsýn og skilningi á …

Kjósa
11
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Guðbergur Bergsson

Nýtt efni

Ópera eða þungarokk? - Áhrif smekks á viðhorf annarra til okkar
Samtal við samfélagið#8

Ópera eða þung­arokk? - Áhrif smekks á við­horf annarra til okk­ar

Hef­ur smekk­ur okk­ar áhrif á hvernig aðr­ir meta okk­ur? Mads Meier Jæ­ger, pró­fess­or við Kaup­manna­hafn­ar­skóla, svar­aði þeirri spurn­ingu á fyr­ir­lestri sem hann flutti ný­lega á veg­um fé­lags­fræð­inn­ar og hann ræddi rann­sókn­ir sín­ar í spjalli við Sigrúnu í kjöl­far­ið. Því hef­ur oft ver­ið hald­ið fram að meiri virð­ing sé tengd smekk sem telst til há­menn­ing­ar (t.d. að hlusta á óper­ur eða kunna að meta ostr­ur) en lægri virð­ing smekk sem er tal­inn end­ur­spegla lág­menn­ingu (t.d. að hlusta á þung­arokk eða vilja bara ost­borg­ara). Á svip­að­an hátt er fólk sem bland­ar sam­an há- og lág­menn­ingu oft met­ið hærra en þau sem hafa ein­ung­is áhuga á öðru hvoru form­inu. Með meg­in­d­leg­um og eig­ind­leg­um að­ferð­um sýn­ir Mads fram á að bæði sjón­ar­horn­in skipta máli fyr­ir hvernig fólk er met­ið í dönsku sam­fé­lagi. Dan­ir álíta til dæm­is að þau sem þekkja og kunna að meta hluti sem tengj­ast há­menn­ingu fær­ari á efna­hags­svið­inu og fólk ber meiri virð­ingu fyr­ir slík­um ein­stak­ling­um en þau sem að geta bland­að sam­an há-og lág­menn­ingu eru tal­in áhuga­verð­ari og álit­in hafa hærri fé­lags­lega stöðu. Þau Sigrún ræða um af hverju og hvernig slík­ar skil­grein­ing­ar hafa áhuga á mögu­leika okk­ar og tæki­færi í sam­fé­lag­inu. Þau setja nið­ur­stöð­urn­ar einnig í sam­hengi við stefnu­mót­un, en rann­sókn­ir Mads hafa með­al ann­ars ver­ið not­að­ar til að móta mennta­stefnu í Dan­mörku.

Mest lesið undanfarið ár