Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Martraðarkennt ástand fyrir samstarfsmanninn

„Eng­inn vildi þetta. Fyr­ir mig er þetta mar­trað­ar­kennt ástand,“ sagði kvik­mynda­gerð­ar­mað­ur­inn Micah Garen þar sem hann fylgd­ist með sam­starfs­konu sinni Ana­hitu Baba­ei sem hafði hlekkj­að sig við mast­ur hval­veiði­skips­ins Hvals 9 í Reykja­vík­ur­höfn í morg­un. Garen og Baba­ein komu hing­að til lands til þess að skapa heim­ild­ar­mynd um það hvernig fólk get­ur tek­ið hönd­um sam­an og breytt heim­in­um. Nú er út­lit fyr­ir að mynd­in verði um það hvernig fólk hætt­ir lífi sínu fyr­ir ástand sem aldrei breyt­ist.

Anahita Babaei og Elissa Bijou klifruðu upp í möstur tveggja hvalveiðiskipa í Reykjavíkurhöfn fyrir klukkan sex í morgun til þess að mótmæla ákvörðum matvælaráðherra um að aflétta tímabundnu banni við hvalveiðum. Micah Garen, samstarfsmaður Babaei, segir lögreglu hafa elt hana þangað upp og hrifsað af henni síma hennar og bakpoka með vatni og mat. Hún var því skilin eftir án vista og samskiptaleiða. Garen segir framkomuna óásættanlega í ljósi þess að um friðsæl mótmæli sé að ræða. 

„Þetta er ekki bara óásættanlegt heldur líka ógn við líf hennar,“ segir Garen og bendir á að fallið úr mastrinu gæti verið hátt, um 30 metrar. 

Garen og Babaei komu hingað til lands fyrir um ári síðan til þess að vinna heimildarmynd um hvalveiðar. Þau hefðu viljað enda myndina þann 20. júní, þegar Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra lagði á tímabundið bann við veiðum á langreyðum. Bannið rann út í síðustu viku og Svandís ákvað að framlengja það ekki. 

„Ég var vonsvikinn og eyðilagður,“ segir Garen um augnablikið þegar hann heyrði fréttirnar. 

„Heimildarmyndin átti að vera um það hvernig fólk getur tekið höndum saman og breytt heiminum, ekki það hvernig við þurfum að hætta lífi okkar fyrir eitthvað sem breytist aldrei. Það er ekki það sem ég vildi gera heimildarmynd um en því miður erum við hér.“

Í hæstu hæðumAnahita Babaei og Elissa Bijou klifruðu upp í möstur tveggja hvalveiðiskipa í morgun.

Telur ekki að Babaei sé að brjóta lög

Garen segir konurnar tvær hugrakkar og að þær séu að gera sitt til þess að koma í veg fyrir að Hvalur brjóti lög um dýravelferð með því að skjóta hvali, en fagráð um velferð dýra komst fyrr í sumar að því að ekki væri hægt að tryggja mannúðlega aflífun stórhvela. 

Garen jánkar því að Babaei sé í óleyfi á skipinu en telur  ekki að hún sé að brjóta lög. 

„Hún er að sýna af sér borgaralega óhlýðni til þess að koma í veg fyrir að glæpur sé framinn.“

Talskona Hvalavina ekki vongóð um árangur

Valgerður Árnadóttir, talskona Hvalavina, segir að hópurinn styðji mótmælaaðgerðirnar sem hafa staðið frá því klukkan sex í morgun. 

„Á meðan þær eru þarna að hindra það að þessi skip fari út þá eru þær allavega að bjarga einhverjum hvölum og hver einasti hvalur sem þær bjarga – hann skiptir máli,“ segir Valgerður. 

Hún er þó ekki vongóð um að stjórnvöld muni banna hvalveiðar vegna mótmælanna. 

„Ég hef enga trú á þessari ríkisstjórn lengur.“

Babaei og Bijou ætla sér að vera uppi í möstrunum eins lengi og þær geta. Garen segir viljastyrk þeirra mikinn, en að tíminn sem þær muni dvelja þar muni líklega ráðast af því hve lengi Anahita tórir án vatns og matar. Lögreglan hefur, að sögn Garens, neitað að færa henni vistir.

Kjósa
18
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (4)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • SÍF
    Sveinn í Felli skrifaði
    Æi, viljiði laga þetta: maður á ekki að "skapa heimildarmynd"; þær eru gerðar eða teknar, í þeim er hægt að skapa andrúmsloft eða stemmingu, en ef þær eru skapaðar, þá liggur í orðanna hljóðan að ekki sé lengur um mynd byggða á heimildum.
    Veit alveg að þetta að "skapa" er slöpp íslenska fyrir "create" sem er mikið ofnotað á ensku...
    2
    • Sandra Skuld Kolbeinsdóttir skrifaði
      Nei maður á ekki að skapa heimildarmynd, þau virðast samt vera að því þarna, eru að mótmæla til að búa til efni fyrir myndina sína.
      0
  • Edda Ögmundsdóttir skrifaði
    Klárar konur!!!!
    1
  • Jón Ragnarsson skrifaði
    Er að horfa á beina útsendingu á Vísi. Það vantar greinilega enga peninga þegar Sjálfstæðisflokkurinn þarf að koma sínum málum frá ? Það sem blasir við er eyðsla á fjármálum samfélagsins fyrir einkavini Sjálfstæðisflokksins.
    6
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Hvalveiðar

Bjarkey: „Það má vel vera að það sé ruglandi fyrir einhverja“
FréttirHvalveiðar

Bjarkey: „Það má vel vera að það sé ruglandi fyr­ir ein­hverja“

Bjarkey Ol­sen Gunn­ars­dótt­ir mat­væla­ráð­herra seg­ir hefð fyr­ir því að gefa leyfi fyr­ir hval­veið­um milli Aust­ur-Ís­lands og Fær­eyja þótt það hafi senni­lega aldrei ver­ið nýtt. Það megi vel vera að það sé ruglandi. „Það er al­veg ljóst að ráð­herra hvers mála­flokks á hverj­um tíma get­ur aldrei bú­ist við því að standa ekki frammi fyr­ir ákvörð­un­um sem hon­um falla alltaf í geð eða eru sam­kvæmt hans stjórn­mála­skoð­un. Þannig er það bara,“ seg­ir hún spurð hvort henni þyki rétt að taka ákvarð­an­ir gegn eig­in sam­visku.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár