Þessi grein birtist fyrir rúmlega 9 mánuðum.

Útgerðarmenn loks tengdir sjálfum sér

Um­tals­verð­ar breyt­ing­ar eru fyr­ir­sjá­an­leg­ar á eign­ar­haldi stórra sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tækja, sam­kvæmt til­lög­um starfs­hóps­ins Auð­lind­in okk­ar. Herða á og skýra regl­ur um há­marks­kvóta­eign og tengda að­ila. Sam­herji þarf að minnka hlut sinn og yf­ir­ráð yf­ir Síld­ar­vinnsl­unni í Nes­kaup­stað veru­lega frá því sem ver­ið hef­ur. Það gæti Guð­mund­ur í Brimi líka þurft að gera við aðra hvora af sín­um út­gerð­um.

Útgerðarmenn loks tengdir sjálfum sér

Töluverð uppstokkun er á döfinni hjá stærstu útgerðarfélögum landsins, gangi eftir hugmyndir og tillögur sem koma fram í niðurstöðum vinnuhópa Svandísar Svavarsdóttur matvælaráðherra um að fella burt skilgreiningu á tengdum aðilum sem gilda sérstaklega fyrir sjávarútveg einan. Þrír hópar fyrirtækja, eða grúppur, sem samanlagt halda á 45,6 prósent allra úthlutaðra afhlaheimilda, hafa innbyrðis eignatengsl sem ekki stæðust kröfur. 

Frá því fyrir aldamót hafa verið í gildi lög sem koma áttu í veg fyrir að kvóti safnaðist á of fáar hendur. Þessi breyting var ekki gerð að ástæðulausu. Vaxandi áhyggjur voru þá af því að fáir sterkir aðilar kæmust yfir stærsta hluta kvótans.

Þetta yrði til þess „að viðkomandi fái mikil völd í þjóðfélaginu og staða þeirra sem ráða útgerðarfyrirtækjunum geti orðið of sterk gagnvart stjórnvöldum, lánastofnunum og starfsfólki. Þeir sem væru fyrir í greininni gætu í raun ráðið hverjir kæmu nýir inn og gætu þannig komið í veg fyrir eðlilega …

Kjósa
47
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • VSE
    Virgil Scheving Einarsson skrifaði
    MAFIA ER ÞAÐ OG MAFIA SKAL ÞAÐ HEITA Sagði Olafur Johanesson ur Pontu a Alþinhi um arið, Þaug orð eiga við um þessa fira sem þessi storgoða Grein her að ofan fjallar um, Þessi Mafia er með Ransfeng sem Þjoðin a, Kotakerfið er Kerfi sem taka þarf með lögum af þessu Hiski. En við lifum það ekki. Rikistjornin er ekki a leið i slika aðgerð. Við lifum við stjorn Verstu Rikistornar fra Lyðveldisstofnun matur hefur hækkað 85% fra aramotum og en Kvarta Bændur um Jolin 2023 verður su hækkun orðin 120%. Nei það er eitkvað mikið að. Ofurlaun Forstjora er eitt Æxlid sem þarf að skera a, Forstjori SKEL og Orkunar fær 23 miljonir i laun a manuði. Aðaleigandi Skel var 1 af Forsprökkum i Bankahruninu 2008. Kvað mistu margir Fasteignir ÞA og urðu FALIT. Heldur þessi Spilling afram-- Ja a meðan NAZISTAR stjorna heldur hun afram. I USA mindi Kota Mafian Islenska enda eins og Jimmy Hoffa------ Hoffa disappeared on July 30, 1975.
    2
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár