Þessi grein birtist fyrir rúmlega 9 mánuðum.

Bonjour tristesse: Komdu sæl, sorg

Hin gam­al­reynda menn­ing­ar­rit­stýra, Silja Að­al­steins­dótt­ir, brá sér í heim­sókn á sýn­ingu Ragn­ars Kjart­ans­son­ar í Louisi­ana.

Þegar ég kom inn í myrkan salinn þar sem The Visitors var til sýnis var verkinu að ljúka. Búið var að slökkva á tveim skjáum og ég fylgdist hissa með því þegar tæknimaðurinn gekk inn í herbergin sem eftir voru og slökkti á myndavélinni – uns allir skjáir voru svartir og myrkrið inni algert. Þá áttaði ég mig á því að ég hafði aldrei séð þetta verk til enda og þó hafði ég séð það fjórum sinnum áður í tveim þjóðlöndum! Alltaf hætt að horfa þegar hópurinn var horfinn niður brekkuna. Ég mun ekki missa af þessum endi aftur.

En þarna stóð ég í myrkrinu uns það kviknaði aftur á skjáunum hverjum á fætur öðrum og allt byrjaði upp á nýtt.

Ég hef sennilega séð flestar sýningar Ragnars á heimavelli, stórar og smáar, og auk þess elti ég hann til London þegar hann sýndi í Barbican Center 2017. Það var …

Kjósa
8
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár