Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Flestir landsmenn með næstum allt eigið fé sitt bundið í steypu

Átta af hverj­um tíu nýj­um krón­um sem ís­lensk heim­ili hafa eign­ast um­fram skuld­ir á síð­ustu tólf ár­um komu til vegna þess að eig­ið fé þeirra í hús­næði jókst. Eini hóp­ur­inn sem á um­tals­vert eig­ið fé í öðr­um eign­um en þeim sem bú­ið er í er tekju­hæsta tí­und lands­ins.

Flestir landsmenn með næstum allt eigið fé sitt bundið í steypu
Eftirspurn Það er vöntun á íbúðum á Íslandi. Svo mikil að stjórnvöld áætla að það þurfi að byggja að minnsta kosti á fjórða tug þúsunda íbúða á næsta áratug til að mæta fólksfjölgun og öðrum ástæðum sem skapa stóraukna eftirspurn. Þessi mikla eftirspurn umfram framboð leiðir af sér miklar hækkanir. Mynd: Bára Huld Beck

Auður íslenskra heimila hefur vaxið gríðarlega á síðustu árum. Árið 2022 var engin undantekning þar á. Alls áttu íslensk heimili 7.748 milljarða króna í eigið fé, sem eru eignir eftir að búið er að draga skuldir frá, um síðustu áramót. Fyrir tólf árum var þessi auður 1.565 milljarðar króna. Frá þeim tíma hefur hann því vaxið um rúmlega sex þúsund milljarða króna. Inni í þeirri tölu eru ekki eignir landsmanna í lífeyrissjóðum, sem halda á samtals 6.876 milljörðum krónum. 

Hjá flestum heimilum er þessi auður að mestu bundinn í einni tegund eigna, steypu. Af heildar eigin fé íslenskra heimila voru 6.132 milljarðar króna í fasteign um síðustu áramót. Það eigið fé endurspeglar muninn á gildandi fasteignamati húsnæðis annars vegar og þeirra skulda sem stofnað hefur verið til vegna kaupa á því húsnæði hins vegar. Því er 79 prósent af öllu eigin fé einstaklinga í landinu bundið í steypu. 

Af þeim …

Kjósa
18
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár