Eigið fé er sá auður sem stendur eftir þegar búið er að draga skuldir frá eignum. Íslensk heimili hafa séð þennan auð rísa hratt á síðustu árum, samhliða því að eignabólur, sérstaklega á fasteigna- og hlutabréfamarkaði, hafa verið blásnar upp. Frá árinu 2017 og til loka síðasta árs nánast tvöfaldaðist eigið fé einstaklinga á Íslandi. Upphæðin fór úr 4.102 milljörðum króna í 7.748 milljarða króna. Þegar búið er að leiðrétta fyrir verðbólgu er raunaukningin á eigin fénu á þessu fimm ára tímabili 2.569 milljarðar króna.
Á síðasta ári jókst eigið féð í krónum talið meira en nokkru sinni áður. Alls bættu íslensk heimili 1.624 nýjum milljörðum króna við auð sinn á árinu 2022. Þar af fóru 739 milljarðar króna til þeirra tíu prósent landsmanna sem höfðu mestar tekjur, eða 46 prósent alls þess auðs sem varð til, og rataði til einstaklinga, í fyrra. Sá hópur átti alls 3.982 milljarða króna …
Athugasemdir