Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Efstu tíu prósentin juku auð sinn um 739 milljarða króna í fyrra

Eig­ið fé ís­lenskra heim­ila held­ur áfram að hækka og er nú orð­ið 7.748 millj­arð­ar króna. Tíu pró­sent fjöl­skyldna í land­inu tek­ur nú að jafn­aði til sín um helm­ing alls nýs auðs sem verð­ur til í land­inu á ári. Sá hóp­ur átti eig­ið fé upp á 3.983 millj­arð króna í lok síð­asta árs.

Efstu tíu prósentin juku auð sinn um 739 milljarða króna í fyrra
Eigið fé íslenskra heimila hefur tvöfaldast í krónum talið síðan að ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur tók við völdum. Af þeim nýja auð sem orðið hefur til, 3.646 milljörðum króna, hafa 1.727 milljarðar króna, eða rúmlega 47 prósent, lent hjá efstu tekjutíundinni. Mynd: Eyþór Árnason

Eigið fé er sá auður sem stendur eftir þegar búið er að draga skuldir frá eignum. Íslensk heimili hafa séð þennan auð rísa hratt á síðustu árum, samhliða því að eignabólur, sérstaklega á fasteigna- og hlutabréfamarkaði, hafa verið blásnar upp. Frá árinu 2017 og til loka síðasta árs nánast tvöfaldaðist eigið fé einstaklinga á Íslandi. Upphæðin fór úr 4.102 milljörðum króna í 7.748 milljarða króna. Þegar búið er að leiðrétta fyrir verðbólgu er raunaukningin á eigin fénu á þessu fimm ára tímabili 2.569 milljarðar króna.

Á síðasta ári jókst eigið féð í krónum talið meira en nokkru sinni áður. Alls bættu íslensk heimili 1.624 nýjum milljörðum króna við auð sinn á árinu 2022. Þar af fóru 739 milljarðar króna til þeirra tíu prósent landsmanna sem höfðu mestar tekjur, eða 46 prósent alls þess auðs sem varð til, og rataði til einstaklinga, í fyrra. Sá hópur átti alls 3.982 milljarða króna …

Kjósa
21
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár