Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Atburðarásin sem leiddi til sýknudóms yfir Steinu

Steina Árna­dótt­ir hjúkr­un­ar­fræð­ing­ur var ákærð fyr­ir mann­dráp vegna and­láts á geð­deild Land­spít­al­ans. Dóm­ur­inn sýn­ir hins veg­ar ófremd­ar­ástand á spít­al­an­um. Fyr­ir vakt­ina reyndi hún að bregð­ast við með beiðni um að­stoð ann­ars hjúkr­un­ar­fræð­ings en end­aði í ein­angr­un í gæslu­varð­haldi. Hér er sag­an öll.

Steina Árnadóttir hjúkrunarfræðingur var fyrr í vikunni sýknuð af ákæru um manndráp í opinberu starfi og brot gegn lögum um heilbrigðisstarfsmenn, þar eð ekki tókst að sanna að ætlun hennar hefði verið að svipta sjúkling lífi á geðdeild Landspítalans þann 16. ágúst 2021, heldur hafi ætlunin verið að reyna að bjarga honum. 

Dagmar Ösp Vésteinsdóttir saksóknari krafðist þungrar refsingar yfir Steinu. Fyrir dómi sagði Dagmar að Steina hefði verið „pirruð“ og tekið pirringinn út á „erfiðum sjúklingi“ með því að hella ofan í hann tveimur næringardrykkjum. Enn fremur sakaði Dagmar Steinu um hafa gengið fram með „offorsi“, með „skelfilegum afleiðingum“ og ætti sér því litlar málsbætur. Í málflutningi sínum bað Dagmar dóminn að líta til dóms sem féll yfir manni sem var dæmdur í fjórtán ára fangelsi fyrir að valda dauða tveggja manna með íkveikju. Atvikið sem Steina var ákærð fyrir og átti sér stað á kvöldvakt móttökugeðdeildar Landspítalans við …

Kjósa
32
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (4)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Stefanía Stefánsdottir skrifaði
    Afhverju get ég ekki lesið þessa grein ? Ég er áskrifandi
    0
  • Ásta Jensen skrifaði
    Hún slapp vel. Hún hefði átt að taka út dóm í samfélagsþjónustu og fara í endurhæfingu. Það er alvarlegt mál að vinna á geðdeild og það þýðir ekkert að vera pirraður þrátt fyrir álag. Auðvitað vitum við að hún ætlaði ekki að drepa neinn. En það hellir enginn vökva ofan í manneskju til að losa stíflu. Ef það stendur í sjúkling á að beita lífgunartilrauniraðferðum með því að þrýsta á þind með vissum vinnubrögðum. Hún á að fara á námskeið.
    -2
  • Þorsteinn Gunnarsson skrifaði
    Ég hef sko á tilfinngunni að þessi "hjúkka" hafi sloppið rúmlega vel. Eiginlega bara glæpsdamlega vel. En Nota Bene... það er svo sem ekkert í tísku að dæma fólk furor glæði í dag. Pg þá sjaldan það gerist er #skilyrtur dómur" orðin að meginreglu en ekki viðurkenndir undan-tekningu.
    Við erum þvottekta AUMINGJAR og krimmarnir algerlega elska það.
    -3
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár