Forsvarsmenn Mjólkursamsölunnar, sem er stærsti notandi á fernum á Íslandi og notast við um 40 milljónir slíkar á hverju ári, segja að umfjöllun Heimildarinnar um að nánast engar fernur hafi farið í endurvinnslu á undanförnum árum hafi komið þeim verulega á óvart.
Þeir hafi talið að ferlið fyrir endurvinnslu á fernum hafi verið í lagi síðan 1997. Mjólkursamsalan hafi verið í góðum samskiptum við sænsk-svissneska fyrirtækið Tetra Pak, sem framleiðir fernurnar, sem hafi tjáð þeim að fernur væru auðveldlega endurvinnanlegar. Þá segja þeir að það sé ekki hlutverk Mjólkursamsölunnar að staðfesta hvort fernur frá þeim fari í raun og veru í endurvinnslu.
Mikil vonbrigði
Blaðamaður Heimildarinnar settist niður með þeim Aðalsteini H. Magnússyni, sölu- og markaðsstjóra Mjólkursamsölunnar, og Birni S. Gunnarssyni, vöruþróunarstjóra fyrirtækisins, til að fara yfir hvað fyrirtækið vissi í raun og veru um hvað yrði um þær fernur sem fyrirtækið notast við í framleiðslu sinni á hverju ári. …
En skaðinn af þessu lendir ekki á MS, frekar en annað þar sem landbúnaðarafurðir eru annars-vegar. Það verða 100% almenningur sem verður látinn bera skaðann