Þessi grein birtist fyrir rúmlega 12 mánuðum.

Mjólkursamsalan segist vera fórnarlamb í fernumálinu

For­svars­menn Mjólk­ur­sam­söl­unn­ar segja að eng­ar kröf­ur séu á fyr­ir­tæk­inu að vita hvað verði um þær millj­ón­ir ferna sem fyr­ir­tæk­ið fram­leið­ir á hverju ári.

Mjólkursamsalan segist vera fórnarlamb í fernumálinu
Vonbrigði Björn vöruþróunarstjóri og Aðalsteinn sölu- og markaðsstjóri voru hissa þegar þeir lásu um hvað orðið hefur um mjólkurfernurnar. Mynd: Heimildin / Davíð Þór

Forsvarsmenn Mjólkursamsölunnar, sem er stærsti notandi á fernum á Íslandi og notast við um 40 milljónir slíkar á hverju ári, segja að umfjöllun Heimildarinnar um að nánast engar fernur hafi farið í endurvinnslu á undanförnum árum hafi komið þeim verulega á óvart. 

Þeir hafi talið að ferlið fyrir endurvinnslu á fernum hafi verið í lagi síðan 1997. Mjólkursamsalan hafi verið í góðum samskiptum við sænsk-svissneska fyrirtækið Tetra Pak, sem framleiðir fernurnar, sem hafi tjáð þeim að fernur væru auðveldlega endurvinnanlegar. Þá segja þeir að það sé ekki hlutverk Mjólkursamsölunnar að staðfesta hvort fernur frá þeim fari í raun og veru í endurvinnslu.

Mikil vonbrigði

Blaðamaður Heimildarinnar settist niður með þeim Aðalsteini H. Magnússyni, sölu- og markaðsstjóra Mjólkursamsölunnar, og Birni S. Gunnarssyni, vöruþróunarstjóra fyrirtækisins, til að fara yfir hvað fyrirtækið vissi í raun og veru um hvað yrði um þær fernur sem fyrirtækið notast við í framleiðslu sinni á hverju ári. …

Kjósa
15
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (2)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
 • Kristbjörn Árnason skrifaði
  Ef framleiðandi fernanna fullyrðir að fernurnar séu full endurvinnanlegar getur MS bara látið senda þeim notaðar fernur til endurvinnslu. Einfalt.

  En skaðinn af þessu lendir ekki á MS, frekar en annað þar sem landbúnaðarafurðir eru annars-vegar. Það verða 100% almenningur sem verður látinn bera skaðann
  0
 • sigursteinn Tómasson skrifaði
  er ekki konan til forsstjórans í mjólkursamsölunni , umbods madur fyrir tetrabak svo varla eru theirr fórnalömp.
  0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Fernurnar brenna

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár