Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Íslensk heimili borguðu 31 milljarð í vexti á fyrstu þremur mánuðum ársins

Vaxta­gjöld ís­lenskra heim­ila juk­ust um 60 pró­sent á einu ári, eða um 11,5 millj­arða króna. Það er meiri hlut­falls­leg aukn­ing en varð eft­ir banka­hrun­ið. Kaup­mátt­ur ráð­stöf­un­ar­tekna þeirra hef­ur dreg­ist sam­an fjóra árs­fjórð­unga í röð. Það hafði ekki gerst í ára­tug.

Kaupmáttur ráðstöfunartekna íslenskra heimila dróst saman um 4,8 prósent á fyrsta ársfjórðungi ársins 2023, þrátt fyrir að tekjur hafi hækkað verulega. Sú hækkun er að mestu leyti rekjanleg til þeirra kjarasamninga sem þorri almenna vinnumarkaðarins skrifaði undir í lok síðasta árs. Þá hækkuðu laun þeirra sem samningarnir náðu til frá 1. nóvember 2022. Alls hækkuðu laun um 13,4 prósent á einu ári. Samt dróst kaupmátturinn saman. 

Ráð­stöf­un­ar­tekjur eru þeir pen­ingar sem standa eftir þegar búið er að draga skatta og önnur gjöld frá launum við­kom­andi og kaup­máttur þeirra lýsir því hvað hver getur keypt fyrir þær tekj­ur. Þegar kaup­mátt­ur­inn dregst saman þá getur við­kom­andi keypt minna fyrir krón­urnar sem hann hefur til ráð­stöf­unar í hverjum mán­uð­i. 

Ástæða þess að íslensk heimili fá minna fyrir krónurnar sínar er sú að útgjöld þeirra hækka mun hraðar en tekjurnar um þessar mundir, enda verðbólga búin að vera í námunda við tveggja stafa tölu …

Kjósa
20
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár