Á heimili Þórhildar Ólafsdóttur er keypt töluvert af fernum með mjólkurvörum. „Við erum með tvö lítil börn sem þurfa sína mjólk og svo er eitt og annað sem fellur til og er í fernum,“ segir hún.
Hún er áhugasöm um sorpflokkun og hefur komið sér upp góðu kerfi. Það er vegna þess að hún „vill gera vel“. Í því skyni hefur hún lagt sig eftir því að afla upplýsinga um hvernig sé best að bera sig að og hvernig slíkt kerfi sé sem þægilegast fyrir alla fjölskylduna. „Maður fórnar náttúrlega plássi undir flokkunina og þar fram eftir götunum. Ég er að skola fernurnar og búa aðeins um þær, en ég tel það ekki eftir mér. Ég er heppin að það hefur verið frekar auðvelt að koma upp flokkunarílátum hér heima,“ segir hún og bætir við: „Mér finnst þetta bara ganga mjög vel. Flokkun er orðin hluti af lífinu og heimilisstörfunum.“ …
Athugasemdir