Þessi grein birtist fyrir rúmlega 12 mánuðum.

Tuttugu lífeyrissjóðir urða yfir áform Bjarna

Tutt­ugu líf­eyr­is­sjóð­ir skora á fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra um að draga áform sín um laga­setn­ingu til slita og upp­gjörs ÍL-sjóðs til baka. Segja sjóð­irn­ir áformin eins og þau hafa ver­ið kynnt illa ígrund­uð og til þess fall­in að kosta rík­is­sjóð um­tals­verð­ar fjár­hæð­ir, auk lang­dreg­inna mála­ferla hér­lend­is og er­lend­is.

Tuttugu lífeyrissjóðir urða yfir áform Bjarna
ÍL-sjóður Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra. Mynd: Stundin / Davíð Þór

Tuttugu lífeyrissjóðir segja að áform Bjarna Benediktssonar fjármála- og efnahagsráðherra, um slit og uppgjör á ÍL-sjóði, séu til þess fallin að kasta rýrð á orðspor íslenska ríkisins og trúverðugleika á fjármálamarkaði, þau byggi á ófullnægjandi greiningu á lagalegum og fjárhagslegum þáttum og feli í sér tilraun til að sniðganga fjárhagslegar skuldbindingar ríkisins.

Þetta kemur fram í fréttatilkynningu sjóðanna, sem hafa í dag sameiginlega lagt fram athugasemdir í samráðsgátt stjórnvalda við áformin, sem voru kynnt þar 31. mars. 

Í athugasemdum lífeyrissjóðanna segir einnig að áformin gætu raskað jafnvægi á fjármálamarkaði með ófyrirséðum afleiðingum fyrir eignaverð og hagsmuni fjárfesta.  Áform ráðherra séu því illa ígrunduð og geti kostað ríkið umtalsverðar fjárhæðir auk langdreginna málaferla bæði innanlands og erlendis.

Í athugasemdum sjóðanna segir að umfjöllun í áformaskjalinu um „einfalda“ ábyrgð ríkisins á skuldbindingum ÍL-sjóðs sé villandi og það sé umfjöllun í skjalinu um óvissu um efndir íslenska ríkisins á skuldabréfunum sömuleiðis. 

„Enginn vafi leikur á að kröfur lífeyrissjóðanna til framtíðarvaxta af skuldabréfunum teljast til eignar og njóta sem slíkar verndar stjórnarskrár og Mannréttindasáttmála Evrópu. Löggjöf sú sem áformuð er um slit á ÍL-sjóði með þeim afleiðingum að lífeyrissjóðirnir fengju uppgjör miðað við verðbættan höfuðstól og áfallna vexti en færu á mis við vaxtagreiðslur til lokagjalddaga skuldabréfanna fæli í sér eignarnám í skilningi 1. mgr. 72. gr. stjórnarskrárinnar. Hún þyrfti því að uppfylla skilyrði stjórnarskrár um m.a. almenningsþörf,“ segir í samantekt yfir athugasemdir lífeyrissjóðanna. 

Þar segir sömuleiðis að „útilokað“ sé að sá vandi sem ríkið sendur frammi fyrir og lýst sé í áformaskjali sé þess eðlis að kröfur um almenningsþörf séu uppfylltar.  „Í dómaframkvæmd Hæstaréttar eða Mannréttindadómstóls Evrópu eru ekki dæmi um svo víðtæka heimild löggjafans til bótalausra eignaskerðinga af því tagi sem hér um ræðir og við sambærilegar aðstæður,“ segir í samantekt sjóðanna.

Einnig segja sjóðirnir að sú þversögn sem felist í því, að fyrirhuguð löggjöf um slit ÍL-sjóðs muni spara íslenska ríkinu hundruð milljarða í uppgjöri við kröfuhafa án þess að kröfuhafarnir verði sjálfir fyrir nokkru tjóni, sé sláandi.

Í niðurlagi athugasemdanna er skorað á ráðherra um að falla frá áformum sínum um lagasetningu.

Sjóðirnir sem standa að athugasemdunum og fólu lögfræðistofunni Logos að taka þær saman eru Almenni lífeyrissjóðurinn, Birta lífeyrissjóður, Brú lífeyrissjóður starfsmanna sveitarfélaga, Eftirlaunasjóður F.Í.A., Festa lífeyrissjóður, Frjálsi lífeyrissjóðurinn, Gildi lífeyrissjóður, Íslenski lífeyrissjóðurinn, Lífeyrisauki, séreignasjóður, Lífeyrissjóður bankamanna, Lífeyrissjóður Rangæinga, Lífeyrissjóður starfsmanna Búnaðarbanka Íslands hf., Lífeyrissjóður starfsmanna Reykjavíkurborgar, Lífeyrissjóður starfsmanna ríkisins, Lífeyrissjóður Tannlæknafélags Íslands, Lífsverk lífeyrissjóður, Lífeyrissjóður verslunarmanna, Lífeyrissjóður Vestmannaeyja, Stapi lífeyrissjóður og Söfnunarsjóður lífeyrisréttinda.

Kjósa
19
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (4)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Óskar Guðmundsson skrifaði
    Brú með einhvern derring. Það mætti kannski ryfja upp að Brú fékk 107.5 milljarða eftir Hrun en hefðu ekki átt að fá nema 15 ef að sjóðirnir hefðu skert réttilega m.v. tryggingafræðilega stöðu.
    0
  • ÁH
    Ásmundur Harðarson skrifaði
    "Einnig segja sjóðirnir að sú þversögn sem felist í því, að fyrirhuguð löggjöf um slit ÍL-sjóðs muni spara íslenska ríkinu hundruð milljarða í uppgjöri við kröfuhafa án þess að kröfuhafarnir verði sjálfir fyrir nokkru tjóni, sé sláandi."

    Telur Bjarni sig vera göldróttan og að hann geti með einfaldri aðgerð sparað ríkinu hundruð milljarða án þess að það komi niður á öðrum? Ja hérna, nú hlýtur að vera kominn tími á Bjarna.

    Það hefur verið Bjarna mikið keppikefli að lækka skuldir ríkisins og hafa innviðir verið í svelti ekki síst þess vegna. Að horfast í augu við að skuldir Íbúðalánasjóðs sem sjóðurinn getur ekki greitt eru skuldir ríkisins er því meira en Bjarni getur sætt sig við.

    Þetta er erfitt mál fyrir Bjarna vegna þess að hann ásamt öðrum ber ábyrgð á þeim lögum sem sköpuðu þetta ástand þrátt fyrir alvarlegar viðvaranir um að mál gætu þróast einmitt eins og nú blasir við.

    Það fylgir því mikil orðsporsáhætta fyrir ríkið að hlaupa frá ríkisábyrgð. Lánskjör ríkisins munu óhjákvæmilega versna og mikill kostnaður falla á ríkið vegna málaferla innanlands og erlendis.

    Svo er mjög sérstakt að Bjarni vilji að lífeyrissjóðir taki á sig skuldbindingar ríkisins en ekki sjávarútvegsfyrirtæki, orkufyrirtæki og auðmenn sem geta hæglega staðið undir þessum skuldbindingum í formi skatta.
    1
    • Siggi Rey skrifaði
      Hér Lggur lausnin!

      Rett hjá Àsmundi! Svo er mjög sérstakt að Bjarni vilji að lífeyrissjóðir taki á sig skuldbindingar ríkisins en ekki sjávarútvegsfyrirtæki, orkufyrirtæki og auðmenn sem geta hæglega staðið undir þessum skuldbindingum í formi skatta.
      0
    • Óskar Guðmundsson skrifaði
      Þetta er samskonar gjörningur og kaup félaga á egin hlutafé. Ávöxtun næstu ára og áratuga koma jú frá fólkinu í landinu eins og allt annað. Þetta er aðeins spurning um hvort að fleiri eða færri borgi núna eða í framtíðinni.
      -1
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

„Mér hefur ekki verið nauðgað“
1
Fréttir

„Mér hef­ur ekki ver­ið nauðg­að“

„... þó að fjór­ar rík­is­stjórn­ir hafi geng­ið úr skugga um að flokka, bæla nið­ur og jafn­vel þurrka út eig­in­lega öll mest af­ger­andi sönn­un­ar­gögn­in tókst þeim ekki að halda lok­inu á sam­ráði og mis­ferli sínu,“ skrif­ar pró­fess­or Nils Melzer sem rann­sak­aði mál Ju­li­an Assange sem sér­stak­ur skýrslu­gjafi fyr­ir Sam­ein­uðu þjóð­irn­ar. Skýrsl­an kom út sem bók.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Rúlletta Róberts og vitnisburðir starfsfólks: „Þetta er bara rosalega mikið álag“
1
ÚttektRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Rúll­etta Ró­berts og vitn­is­burð­ir starfs­fólks: „Þetta er bara rosa­lega mik­ið álag“

Starfs­menn Al­votech lýsa vinnu­álag­inu sem ómann­eskju­legu og hafa leit­að til stétt­ar­fé­laga út af ógreiddri yf­ir­vinnu og fleiri mál­um. Vinnu­að­stæð­urn­ar hafa ver­ið svona út af því að Al­votech hef­ur unn­ið að því að fá mark­aðs­leyfi fyr­ir sam­heita­lyf Humira í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur veðj­að öllu á þetta lyf en sala á því hef­ur dreg­ist sam­an og sam­heita­lyfj­um þess hef­ur alls ekki geng­ið eins vel í Banda­ríkj­un­um og reikn­að var með.
Ákveðið að saksækja þrjá í Lindsor-málinu rúmum 15 árum síðar
3
Skýring

Ákveð­ið að sak­sækja þrjá í Lindsor-mál­inu rúm­um 15 ár­um síð­ar

Sama dag og Geir H. Haar­de flutti ræðu til þjóð­ar­inn­ar þar sem hann bað guð um að blessa Ís­land veitti Kaupþing af­l­ands­fé­lagi lán sem not­að var til að kaupa verð­lít­il skulda­bréf af starfs­mönn­um og vild­ar­við­skipta­vini bank­ans. Nú, 15 og hálfu ári eft­ir að lán­ið var veitt, stend­ur til að sak­sækja þrjá ein­stak­linga í Lúx­em­borg vegna þess.
Þórður Snær Júlíusson
8
Leiðari

Þórður Snær Júlíusson

Elsku ráð­herr­ar, hætt­ið að gefa Ís­land

Nú stend­ur til að gefa norsk­um lax­eld­is­fyr­ir­tækj­um ís­lenska firði til eign­ar. Þeg­ar er bú­ið að gefa ör­fá­um út­gerð­ar­fjöl­skyld­um hundruð millj­arða króna hið minnsta af fé sem ætti að hafa far­ið í sam­fé­lags­lega upp­bygg­ingu. Vilji er til þess að gefa einka­að­il­um vindorku en eng­inn vilji til þess að rukka ferða­þjón­ustu fyr­ir nýt­ingu á al­manna­g­æð­um. Hvað geng­ur ís­lensk­um ráða­mönn­um eig­in­lega til?
Var dæmdur til dauða fyrir hryðjuverk
9
ViðtalÚkraínustríðið

Var dæmd­ur til dauða fyr­ir hryðju­verk

Bret­inn Shaun Pinner var ný­kom­inn úr löngu sam­bandi og fann fyr­ir lífs­kreppu sem marg­ir á miðj­um aldri upp­lifa. Hans lausn við henni var að fara til Úkraínu og þjálfa her­menn. Pinner var hand­tek­inn, stung­inn og pynt­að­ur af Rúss­um en var svo hluti af stór­um fanga­skipt­um sem áttu sér stað milli stríð­andi fylk­inga í sept­em­ber 2022. Ósk­ar Hall­gríms­son ræddi við Pinner.

Mest lesið í mánuðinum

Læstur inni í íbúðinni sinni í fimmtán ár
1
ViðtalFatlað fólk beitt nauðung

Læst­ur inni í íbúð­inni sinni í fimmtán ár

Sveinn Bjarna­son bjó í fimmtán ár í læstri íbúð á veg­um Ak­ur­eyr­ar­bæj­ar. Hann bank­aði oft ít­rek­að og grét áð­ur en starfs­fólk opn­aði fyr­ir hon­um. Móð­ir hans gerði end­ur­tekn­ar at­huga­semd­ir við að hann væri læst­ur inni og seg­ir son sinn hafa ver­ið van­rækt­an. Fyrr á þessu ári greip hún til þess ör­þrifa­ráðs að flytja hann bú­ferl­um í ann­an lands­hluta til að fá mann­sæm­andi að­bún­að fyr­ir hann. Mál Sveins varp­ar ljósi á al­var­leg­ar brota­lam­ir í þjón­ustu við fatl­að fólk á Ís­landi og sýn­ir hvernig mann­rétt­indi hafa ver­ið virt að vett­ugi ár­um sam­an.
Rúlletta Róberts og vitnisburðir starfsfólks: „Þetta er bara rosalega mikið álag“
3
ÚttektRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Rúll­etta Ró­berts og vitn­is­burð­ir starfs­fólks: „Þetta er bara rosa­lega mik­ið álag“

Starfs­menn Al­votech lýsa vinnu­álag­inu sem ómann­eskju­legu og hafa leit­að til stétt­ar­fé­laga út af ógreiddri yf­ir­vinnu og fleiri mál­um. Vinnu­að­stæð­urn­ar hafa ver­ið svona út af því að Al­votech hef­ur unn­ið að því að fá mark­aðs­leyfi fyr­ir sam­heita­lyf Humira í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur veðj­að öllu á þetta lyf en sala á því hef­ur dreg­ist sam­an og sam­heita­lyfj­um þess hef­ur alls ekki geng­ið eins vel í Banda­ríkj­un­um og reikn­að var með.
„Ég ætla ekki að kinka kolli framan í einhver illmenni án þess að segja neitt“
6
ViðtalForsetakosningar 2024

„Ég ætla ekki að kinka kolli fram­an í ein­hver ill­menni án þess að segja neitt“

Jón Gn­arr er kom­inn í for­setafram­boð. Hann seg­ir meiri þörf á gleði og húm­or í lýð­ræð­inu og sam­fé­lag­inu þar sem of­fram­boð sé á leið­ind­um og er sann­færð­ur um að þjóð­in sé að leita sér að mann­eskju sem hún geti séð sjálfa sig í. Jón ætl­ar sér að mýkja freka kall­inn með kær­leik­ann að vopni og lof­ar að vera hvorki of­stopa­mann­eskja né lydda, nái hann kjöri. Svo hef­ur hann alltaf dreymt um að búa í Garða­bæ.
Hjúkrunarheimilið Sóltún fékk 20 milljarða frá íslenska ríkinu
8
Fréttir

Hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún fékk 20 millj­arða frá ís­lenska rík­inu

Frá ár­inu 2009 hef­ur hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún feng­ið tæp­lega 20 millj­arða króna frá ís­lenskra rík­inu. Um 90 pró­sent af tekj­um Sól­túns koma frá rík­inu. Eig­end­urn­ir hafa tek­ið á þriðja millj­arð króna út úr rekstr­in­um með því að selja fast­eign­ir og lóð­ir og lækka hluta­fé fyr­ir­tæk­is­ins. All­ur rekst­ur­inn bygg­ir hins veg­ar á um­deild­um samn­ingi við ís­lenska rík­ið sem gerð­ur var ár­ið 2000.
Ákveðið að saksækja þrjá í Lindsor-málinu rúmum 15 árum síðar
9
Skýring

Ákveð­ið að sak­sækja þrjá í Lindsor-mál­inu rúm­um 15 ár­um síð­ar

Sama dag og Geir H. Haar­de flutti ræðu til þjóð­ar­inn­ar þar sem hann bað guð um að blessa Ís­land veitti Kaupþing af­l­ands­fé­lagi lán sem not­að var til að kaupa verð­lít­il skulda­bréf af starfs­mönn­um og vild­ar­við­skipta­vini bank­ans. Nú, 15 og hálfu ári eft­ir að lán­ið var veitt, stend­ur til að sak­sækja þrjá ein­stak­linga í Lúx­em­borg vegna þess.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár