Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Mannlegu afleiðingarnar af einni stöðuveitingu ráðherra

Mál Hrafn­hild­ar Ástu Þor­valds­dótt­ur hjá Mennta­sjóði náms­manna hef­ur haft fjöl­þætt­ar af­leið­ing­ar á síð­ustu 10 ár­um. Áminn­ing sem hún var með vegna sam­skipta­vanda­mála í ráðu­neyti var aft­ur­köll­uð og Ill­ugi Gunn­ars­son skip­aði hana þvert á mat stjórn­ar LÍN. Síð­an þá hafa kom­ið upp tvö einelt­is­mál í Mennta­sjóði náms­manna og ráðu­neyt­ið rann­sak­ar nú stofn­un­ina vegna þessa.

Mannlegu afleiðingarnar af einni stöðuveitingu ráðherra
10 ára saga Tæp ár eru liðin frá því að Hrafnhildur Ásta Þorvaldsdóttir var skipuð sem framkvæmdastjóri LÍN. Afleiðingarnar af þessari stöðuveitingu Illuga Gunnarssonar eru talsverðar. og hafa meðal annars tveir starfsmenn stofnunarinnar vænt hana um einelti sem hefur verið staðfest að hluta í skýrslum. Mynd: Heimildin

Þrjú eineltismál hafa komið upp inni í stofnunum þar sem núverandi framkvæmdastjóri Menntasjóðs námsmanna, Hrafnhildur Ásta Þorvaldsdóttir, hefur starfað. Í öllum málunum hafa verið unnar skýrslur af sálfræðingum sem komast hafa að þeirri niðurstöðu að um einelti, eineltistilburði eða samskiptavanda af hennar hendi gagnvart undirmönnum hafi verið að ræða. Um er að ræða sögu sem nær meira en tíu ár aftur í tímann, eða allt aftur til þess þegar Hrafnhildur Ásta var skrifstofustjóri í umhverfisráðuneytinu. Fyrsta málið er frá þeim tíma og seinni málin tvö eru úr Menntasjóði námsmanna. 

„Auðvitað eru ekki allir vinnustaðir svona en andrúmsloftið á vinnustaðnum var orðið gegnsýrt af þessu.“
Karlmaður á fimmtugsaldri sem nýverið hætti hjá Menntasjóðnum

Davíð, Illugi og Hrafnhildur Ásta

Hrafnhildur Ásta Þorvaldsdóttir kom ekki átakalaust til starfa hjá Lánasjóði íslenskra námsmanna (LÍN), fyrirrennara Menntasjóðs námsmanna, árið 2013. Hún hafði fengið áminningu í starfi í umhverfisráðuneytinu fyrir að stuðla að samskiptavanda innan …

Kjósa
37
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • VSE
    Virgil Scheving Einarsson skrifaði
    Politiskar raðningar i oberar stöður a Islandi eru Viðbjoður og leggja þarf það af
    Folki sem er vanhæft er troðið i Stöður vegna þess að það er i Floknum sem fer með malaflokkin. Kvar er lyðræðið a þessu Skeri þar sem Spiling er Landlæg. BURT MEÐ RIKISTJOTNINA.
    0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Rannsókn á einelti í Menntasjóði

Ásdís Halla sagði sig frá eineltismáli vegna tengsla við Landsrétt
FréttirRannsókn á einelti í Menntasjóði

Ás­dís Halla sagði sig frá einelt­is­máli vegna tengsla við Lands­rétt

Ráðu­neyt­is­stjór­inn í há­skóla-, iðn­að­ar- og ný­sköp­un­ar­ráðu­neyt­inu ákvað að taka ekki fyr­ir einelt­is­mál sem ver­ið hef­ur til skoð­un­ar vegna þess að eig­in­mað­ur henn­ar starfar með syst­ur fram­kvæmda­stjóra Mennta­sjóðs náms­manna sem mál­ið snýst um. Mál­ið hef­ur ver­ið til skoð­un­ar í ráðu­neyt­inu í meira en ár og snýst um meint einelti gegn starfs­manni Mennta­sjóðs sem lát­ið hef­ur af störf­um.
Ráðuneytið hefur lokið rannsókn á eineltismáli í Menntasjóði námsmanna
SkýringRannsókn á einelti í Menntasjóði

Ráðu­neyt­ið hef­ur lok­ið rann­sókn á einelt­is­máli í Mennta­sjóði náms­manna

Há­skóla-, iðn­að­ar- og ný­sköp­un­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur síð­ast­lið­ið ár haft til rann­sókn­ar meint einelti hjá rík­is­stofn­un­inni Mennta­sjóði náms­manna. Ráðu­neyt­is­stjór­inn hef­ur feng­ið mál­ið inn á sitt borð og mun taka ákvörð­un um næstu skref. Rann­sókn­in bein­ist að fram­kvæmda­stjóra sjóðs­ins, Hrafn­hildi Ástu Þor­valds­dótt­ur, og sam­skipt­um henn­ar við starfs­mann á fimm­tugs­aldri sem svo lét af störf­um.
Rannsókn á einelti: Framkvæmdastjórinn var skipuð í tvö auka ár
FréttirRannsókn á einelti í Menntasjóði

Rann­sókn á einelti: Fram­kvæmda­stjór­inn var skip­uð í tvö auka ár

Hrafn­hild­ur Ásta Þor­valds­dótt­ir, fram­kvæmda­stjóri Mennta­sjóðs náms­manna, mun að minnsta kosti sitja 12 ár í starf­inu. Hún var end­ur­skip­uð ár­ið 2018 og svo aft­ur ár­ið 2020 þeg­ar ný lög um Mennta­sjóð náms­manna tóku gildi. Há­skóla-, iðn­að­ar- og ný­sköp­un­ar­ráðu­neyt­ið rann­sak­ar nú ásak­an­ir um einelti henn­ar í garð starfs­manns.
Hrafnhildur hafnar niðurstöðu sálfræðinga um einelti
FréttirRannsókn á einelti í Menntasjóði

Hrafn­hild­ur hafn­ar nið­ur­stöðu sál­fræð­inga um einelti

Hrafn­hild­ur Ásta Þor­valds­dótt­ir, fram­kvæmda­stjóri Mennta­sjóðs náms­manna, hafn­ar því að hún hafi beitt starfs­mann einelti. Sál­fræðifyr­ir­tæki sem rann­sak­aði mál­ið komst að þess­ari nið­ur­stöðu og rann­sak­ar ráðu­neyti há­skóla­mála það nú áfram. Fram­kvæmda­stjór­inn seg­ir að hún muni ekki tjá sig frek­ar um efn­is­at­riði máls­ins með­an það er í ferli.
Rannsakar stjórnunarhætti Hrafnhildar í Menntasjóði
FréttirRannsókn á einelti í Menntasjóði

Rann­sak­ar stjórn­un­ar­hætti Hrafn­hild­ar í Mennta­sjóði

Ásak­an­ir um meint einelti í Mennta­sjóði náms­manna eru nú til rann­sókn­ar. Rann­sókn­in bein­ist að stjórn­ar­hátt­um Hrafn­hild­ar Ástu Þor­valds­dótt­ur, fram­kvæmda­stjóra stofn­un­ar­inn­ar, og hef­ur ráðu­neyt­ið leit­að til ut­an­að­kom­andi ráð­gjafa. Sam­bæri­legt mál kom upp þeg­ar Hrafn­hild­ur Ásta var skrif­stofu­stjóri í um­hverf­is­ráðu­neyt­inu ár­ið 2013 og hlaut hún fyr­ir áminn­ingu sem var aft­ur­köll­uð skömmu áð­ur en hún var ráð­in fram­kvæmda­stjóri sjóðs­ins.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár