Þessi grein birtist fyrir meira en 2 árum.

„Vonandi falla aldrei nein snjóflóð“

Guð­laug­ur Þór Þórð­ar­son um­hverf­is-, orku- og loft­lags­ráð­herra seg­ir að á þeim stöð­um sem á eft­ir að byggja of­an­flóða­varn­ir falli von­andi aldrei nein snjóflóð. Í mars­mán­uði féllu snjóflóð í Nes­kaup­stað á svæði sem ekki var bú­ið að verja. Íbú­ar kalla eft­ir því að rík­is­stjórn­in setji varn­ar­garð­inn í for­gang og að hann verði boð­inn út næsta haust. Guð­laug­ur seg­ir til skoð­un­ar hvort af því verði.

„Vonandi falla aldrei nein snjóflóð“
Hljóta að vera forgangsmál Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis-orku- og loftslagsráðherra, er sá ráðherra sem ber ábyrgð á ofanflóðavörnum. Hann segir þær „hljóta að vera forgangsmál“. Mynd: Stundin / Davíð Þór

Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, segist skilja það að það fari fyrir brjóstið á fólki að sérstakt gjald sem innheimt er til ofanflóðavarna, hafi ekki skilað sér þangað. „Það var nú sem betur fer verulega bætt í þetta og er ennþá verið að því. En það er mjög mikið eftir,“ segir hann. Árið 2017 voru gerðar breytingar á lögum um opinber fjármál sem urðu til þess að innheimta ofanflóðagjalds rennur beint í ríkiskassann og svo útdeilt á fjárlögum hvers árs. Guðlaugur segir það hafa verið liður í því að styrkja „fjárstjórnarvald Alþingis.“

Sjóðurinn var stofnaður til að fjármagna ofanflóðavarnir um land allt eftir mannskæð snjóflóð urðu í Súðavík og Flateyri árið 1995 þar sem byggð var ekki varin. Í samtali við Heimildina var ráðherra tíðrætt um að frá því að sjóðurinn var settur á stofn árið 1996 …

Kjósa
1
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Nýtt efni

Innflytjendur á Íslandi
Samtal við samfélagið#15

Inn­flytj­end­ur á Ís­landi

Ís­land hef­ur tek­ið um­tals­verð­um breyt­ing­um und­an­farna ára­tugi. Eft­ir að hafa löng­um ver­ið eitt eins­leit­asta sam­fé­lag í heimi er nú svo kom­ið að nær fimmti hver lands­mað­ur er af er­lendu bergi brot­inn. Inn­flytj­end­ur hafa auðg­að ís­lenskt sam­fé­lag á marg­vís­leg­an hátt og mik­il­vægt er að búa þannig um hnút­ana að all­ir sem hing­að flytja geti ver­ið virk­ir þátt­tak­end­ur á öll­um svið­um mann­lífs­ins. Til að fræð­ast nán­ar um inn­flytj­enda hér­lend­is er í þess­um þætti rætt við Dr. Löru Wil­helm­ine Hoff­mann, nýdoktor við Menntavís­inda­svið Há­skóla Ís­lands, þar sem hún tek­ur þátt í verk­efn­inu “Sam­an eða sundr­uð? Mennt­un og fé­lags­leg þátt­taka flótta­barna og -ung­menna á Ís­landi.” Hún starfar einnig sem stunda­kenn­ari við Há­skól­ann á Ak­ur­eyri og Há­skól­ann á Bif­röst. Sjálf er Lara þýsk en rann­sókn­ir henn­ar hverf­ast um fólks­flutn­inga, dreif­býli, tungu­mál og list­ir en hún varði doktors­rit­gerð sína í fé­lags­vís­ind­um við Há­skól­ann á Ak­ur­eyri ár­ið 2022. Tit­ill doktors­rit­gerð­ar­inn­ar er „Að­lög­un inn­flytj­enda á Ís­landi: Hug­læg­ar vís­bend­ing­ar um að­lög­un inn­flytj­enda á Ís­landi byggð­ar á tungu­máli, fjöl­miðla­notk­un og skap­andi iðk­un.“ Guð­mund­ur Odds­son pró­fess­or í fé­lags­fræði við HA ræddi við Löru en í spjalli þeirra var kom­ið inn á upp­lif­un inn­flytj­enda af inn­gild­ingu, hlut­verk tungu­máls­ins, stærð mál­sam­fé­laga, sam­an­burð á Ís­landi og Fær­eyj­um og börn flótta­fólks.

Mest lesið undanfarið ár