Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, segist skilja það að það fari fyrir brjóstið á fólki að sérstakt gjald sem innheimt er til ofanflóðavarna, hafi ekki skilað sér þangað. „Það var nú sem betur fer verulega bætt í þetta og er ennþá verið að því. En það er mjög mikið eftir,“ segir hann. Árið 2017 voru gerðar breytingar á lögum um opinber fjármál sem urðu til þess að innheimta ofanflóðagjalds rennur beint í ríkiskassann og svo útdeilt á fjárlögum hvers árs. Guðlaugur segir það hafa verið liður í því að styrkja „fjárstjórnarvald Alþingis.“
Sjóðurinn var stofnaður til að fjármagna ofanflóðavarnir um land allt eftir mannskæð snjóflóð urðu í Súðavík og Flateyri árið 1995 þar sem byggð var ekki varin. Í samtali við Heimildina var ráðherra tíðrætt um að frá því að sjóðurinn var settur á stofn árið 1996 …
Athugasemdir