Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Öll kjarnorkuver Þjóðverja hætta framleiðslu

Fyrsta kjarn­orku­ver Þjóð­verja hóf fram­leiðslu ár­ið 1961 en Frakk­ar og Þjóð­verj­ar hafa lengi ver­ið í nánu sam­starfi við að þróa og byggja upp kjarn­orku­tækni. Eft­ir alda­mót hafa Þjóð­verj­ar hins veg­ar breytt um stefnu og nú eru síð­ustu ver­in að skella í lás, en ákvörð­un Þjóð­verja hef­ur ver­ið af­ar um­deild.

Öll kjarnorkuver Þjóðverja hætta framleiðslu

Í dag, þann 15. apríl 2023, munu síðustu þrjú kjarnorkuver Þýskalands hætta framleiðslu. Þar með lýkur 60 ára kafla í sögu slíkrar raforkuframleiðslu í landinu. Þjóðverjar byrjuðu að beisla kjarnorkuna fyrst á sjöunda áratug síðustu aldar í samstarfi við Frakka og þjóðirnar tvær fóru í miklar fjárfestingar á því sviði, sérstaklega eftir að olíuverð margfaldaðist í olíukreppunum 1973 og 1979. Þegar mest lét sköffuðu þýsk kjarnorkuver allt að 30% af raforkuþörf Þjóðverja undir lok síðustu aldar.

Orkustefna Þjóðverja tók hins vegar U-beygju um aldamót, sérstaklega í valdatíð Gerhards Schröder kanslara sem ákvað að þjóðin skyldi segja skilið við kjarnorkuna á næstu áratugum. Þjóðverjar ætluðu þess í stað að snúa sér til Rússlands og kaupa þaðan ódýrt jarðgas, ásamt því að fjárfesta í sólar- og vindorku.

Að kvöldi 9. desember 2005, aðeins 17 dögum eftir að Schröder hætti sem kanslari Þýskalands fékk hann símtal, frá Vladimir Putin forseta Rússlands, sem bauð honum starf sem formaður hluthafanefndar Nord Stream 1. Nord Stream 1 er gasleiðsla sem flytur jarðgas frá Rússlandi til Þýskalands og er í eigu rússneska orkurisans Gazprom. Schröder þáði boðið og var launað ríkulega fyrir, en fyrir störf hans hjá rússneska orkufyrirtækinu fær hann greitt 1 milljón dollara á ári (135 milljónir íslenskra króna).

Gerhard Schröder og Vladimir Pútín forseti Rússlands.Gerhard Schröder fyrrverandi kanslari Þýskalands átti stærstan þátt í því að Þjóðverjar snéru baki við kjarnorkuna. Pútín fagnaði þeirri stefnu mjög enda jókst útflutningur á rússnesku gasi til Þýskalands til muna eftir það.

Orkustefna þýskra yfirvalda síðustu 20 árin hefur verið afar umdeild bæði innanlands sem utan, af pólitískum og umhverfislegum ástæðum. Eftir að Úkraínustríðið afhjúpaði hversu háð þjóðin væri rússnesku gasi varð gagnrýnin enn háværari, og almenningsálitið hefur breyst töluvert en samkvæmt nýjustu könnunum eru 52% Þjóðverja hlynntir áframhaldandi starfsemi kjarnorkuvera og 37% á móti henni. Flokkur græningja er hins vegar aðili að sitjandi samsteypustjórn og hefur lengi talað fyrir lokun kjarnorkuvera. Núverandi yfirvöld hafa því ekki viljað breyta um stefnu, þó að lokun síðustu kjarnorkuvera, sem átti að eiga sér stað í fyrra, hafi verið frestað þangað til núna vegna hættu á orkuskorti veturinn 2022-23.

Eftir 30 ár af „Energiewende“ („orkuskipti“) Þjóðverja hefur komið í ljós að orkuskiptin hafa fyrst og fremst snúist um að skipta út kjarnorku fyrir rússneskt gas, en umhverfislegur ávinningur af því hefur reynst afar takmarkaður þrátt fyrir miklar fjárfestingar í sólar- og vindorku (Þjóðverjar hafa meðal annars reist um 28.000 vindmyllur á þessu tímabili).

Fá Evrópulönd eru með hærra hlutfall kolefnislosunar fyrir hverja framleidda kílówöttstund en Þýskaland. Þýska raforkukerfið losar um það bil 400 g af Co2 per kílówöttstund á meðan Norðurlöndin ásamt Frakklandi, Spáni og Austurríki eru með margfalt lægra hlutfall kolefnislosunar. Bretar voru lengi mjög háðir kolum í raforkuframleiðslu sinni en þeim hefur nánast verið útrýmt þar í landi á aðeins 30 árum (úr 62% árið 1991 niður í 1,8% árið 2021).

Kolefnislosun frá raforkuframleiðslu í Evrópu þann 14. apríl 2023.

Í Þýskalandi eru kol hins vegar enn um 31% af raforkuframleiðslu landsinsÞetta skýrist meðal annars af því að Þjóðverjar hafa þurft að halda kolaorkuverunum sínum gangandi til að vega upp á móti minni framleiðslu frá kjarnorkuverum, en kolaorkuver losa allt að 1000 g af Co2 á hverja kílówöttstund á meðan kjarnorkuver losa nær ekkert kolefni.

Þýsk yfirvöld hafa gjarnan réttlætt orkustefnu sína með því að vísa í öryggissjónarmið, sérstaklega eftir kjarnorkuslysið í Fukushima í kjölfar flóðbylgunnar í Japan árið 2011. Tölfræðin hefur hins vegar sýnt að raforkuframleiðsla með kolum er margfalt banvænni en kjarnorka, en loftmengun frá evrópskum kolaverum er talin valda allt að 34.000 ótímabærum dauðsföllum á ári.

Í Þýskalandi eru enn 63 kolaorkuver í gangi en í orkukreppunni sem fylgdi í kjölfar Úkraínustríðsins hafa Þjóðverjar gripið til þess ráðs að auka kolabrennslu til að vega upp á móti samdrætti í gasinnflutningi frá Rússlandi. Annað úrræði þeirra hefur verið að auka innflutningi á jarðgasi í fljótandi formi (LNG eða „Liquefied Natural Gas“), sem er meðal annars flutt inn frá Bandaríkjunum, en innflutningur LNG frá Bandaríkjunum til Evrópu hefur aukist um 75% síðan Úkraínustríðið hófst. Gagnrýnt hefur verið að kolefnislosun frá framleiðslu, þjöppun og skipaflutningi LNG frá Bandaríkjunum sé mögulega talsvert meiri en frá hefðbundnu rússnesku jarðgasi sem er flutt í gegnum gasleiðslur.

Gréta Thunberg borin burt.Aðgerðarsinninn Gréta Thunberg var handtekin af þýsku lögreglunni í janúar í mótmælum við kolanámuna í Luetzerath. Mótmælendur vildu koma í veg fyrir niðurrif Luetzerath-þorpsins en niðurrifið var forsenda fyrir stækkun kolanámunnar sem stendur við hlið þorpsins.

Kjósa
9
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Íslendingar þurfi að ákveða hvar þeir staðsetja sig: „Þetta eru mjög válegir tímar“
2
ViðtalBandaríki Trumps

Ís­lend­ing­ar þurfi að ákveða hvar þeir stað­setja sig: „Þetta eru mjög vá­leg­ir tím­ar“

Pól­skipti hafa átt sér stað í vest­rænu varn­ar­sam­starfi með skyndi­legri stefnu­breyt­ingu Banda­ríkj­anna í ut­an­rík­is­mál­um, seg­ir Erl­ing­ur Erl­ings­son hern­að­ar­sagn­fræð­ing­ur. Hætta geti steðj­að að Ís­landi en Banda­rík­in hafi sýnt að þau séu óút­reikn­an­leg og beri ekki virð­ingu fyr­ir leik­regl­um al­þjóða­kerf­is­ins.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Einn og hálfur tími á bráðamóttöku: Sjálfsskaði, hjartastopp og hnífstunga
3
Á vettvangi

Einn og hálf­ur tími á bráða­mót­töku: Sjálfsskaði, hjarta­stopp og hnífstunga

Eitt orð má aldrei nota á bráða­mót­töku Land­spít­al­ans og það er orð­ið ró­legt. Nán­ast um leið og Jón Ragn­ar Jóns­son bráða­lækn­ir hef­ur orð á að það sé óvenju ró­legt á næt­ur­vakt eina helg­ina dynja áföll­in á. Hann hef­ur rétt kom­ið manni til lífs þeg­ar neyð­ar­bjall­an hring­ir á ný. Síð­an end­ur­tek­ur sama sag­an sig.

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár