„Fjárhagslegt ofbeldi í nánum samböndum er sá þáttur sem heldur konum oftast lengst inni í sambandinu,“ segir Jenný Kristín Valberg, teymisstjóri hjá Bjarkarhlíð - miðstöð fyrir þolendur ofbeldis. „Oft spilar inn í að konur eru almennt með lægri laun en karlar, oft með börn á framfæri. Það getur verið afskaplega erfitt að fara úr þessum samböndum ef fólk er í fjárhagslegri neyð,“ segir hún.
Fjárhagslegt ofbeldi er notað til að stjórna manneskju gegnum fjármál. Það getur til dæmis verið með því að ákveða hvað viðkomandi má og má ekki kaupa, neita fólki um eigin peninga eða svíkja af því pening. Fjárhagslegt ofbeldi getur einnig birst þannig að gerandi í nánu sambandi skammtar maka sínum pening, kemur í veg fyrir að viðkomandi sjái upplýsingar um sameiginlega bankareikninga eða að gerandi skráir skuldir sínar á nafn þolanda.
Spennan í ofbeldishringnum
Tæpur helmingur þeirra sem leituðu til Bjarkarhlíðar á síðasta ári nefndu fjárhagslegt …
Athugasemdir (1)