„Maðurinn minn, verðandi fyrrverandi maðurinn minn, er spilafíkill. Hann eyddi eiginlega öllu sparifénu okkar í það en á sama tíma, ef ég eyddi peningum í sjálfa mig, til dæmis ef mig vantaði buxur og keypti mér buxur, þá var ég skömmuð fyrir að vera að sóa peningum. Hann skammtaði mér pening á meðan hann var að fela að hann væri að eyða öllum þessum peningum.“
Þetta segir kona sem er beitt fjárhagslegu, andlegu og kynferðislegu ofbeldi af hálfu eiginmanns síns. Hún er búin að sækja um skilnað en hann neitar að skrifa undir skilnaðarpappírana.
„Ef hann segir nei þá segir kerfið nei“
Það tók hana ár að manna sig upp í að biðja um skilnað. Þá er hún föst á sameiginlegu heimili þeirra ásamt börnum vegna þess að hann vill ekki selja íbúðina þeirra en hefur heldur ekki efni á að kaupa hana út. „Ef hann segir nei þá segir …
Athugasemdir