Þau hafa breyst en kannski ekki svo mjög. Stóra breytingin er sennilega viðfangsefnið. Þegar ég var tuttugu og tveggja ára þá vissi ég ekki mikið um heiminn, og ekki heldur um fjölskyldur eða þjóðfélagið eða pólitík. Ég hefði ekki getað skrifað um margt af því sem ég geri núna. Og það var þess vegna held ég sem ég byrjaði á því að skrifa barnabækur. Mér fannst eins og ég væri meira við stjórnvölinn á þeim vettvangi. Mig langaði til að skrifa stóra skáldsögu um þjóðfélagið og stjórnmál en ég var of ung. En ég held að skrifin sjálf séu í raun frekar svipuð. Efnið sem ég tek fyrir er hins vegar flóknara.
Hvernig ferðastu frá einni skáldsögu til þeirrar næstu?
Ég get ekki unnið að mörgu í einu, ég helli mér í skrifin af miklum krafti og efnið heltekur mig. Það byrjar yfirleitt með einhverjum innri átökum, spurningu sem brennur …
Athugasemdir