Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Ég skrifa skáldsögur

Gluggi opn­ast á Zoom inn í fal­legt timb­ur­hús í Asker, á eyju und­an strönd­um Nor­egs þar sem Vig­dís Hjort býr með börn­um sín­um og hundi. Í bak­grunni blóm og bæk­ur, og lit­ir. Hún er fædd 1959 og hef­ur skrif­að frá því hún var 22 ára, hóf fer­il sinn með því að gefa út barna­bæk­ur en hef­ur síð­an skrif­að yf­ir tutt­ugu skáld­sög­ur. Ég byrja á að spyrja hvernig tengsl henn­ar við skrif­in hafi þró­ast í gegn­um ár­in.

Þau hafa breyst en kannski ekki svo mjög. Stóra breytingin er sennilega viðfangsefnið. Þegar ég var tuttugu og tveggja ára þá vissi ég ekki mikið um heiminn, og ekki heldur um fjölskyldur eða þjóðfélagið eða pólitík. Ég hefði ekki getað skrifað um margt af því sem ég geri núna. Og það var þess vegna held ég sem ég byrjaði á því að skrifa barnabækur. Mér fannst eins og ég væri meira við stjórnvölinn á þeim vettvangi. Mig langaði til að skrifa stóra skáldsögu um þjóðfélagið og stjórnmál en ég var of ung. En ég held að skrifin sjálf séu í raun frekar svipuð. Efnið sem ég tek fyrir er hins vegar flóknara.

Hvernig ferðastu frá einni skáldsögu til þeirrar næstu?

Ég get ekki unnið að mörgu í einu, ég helli mér í skrifin af miklum krafti og efnið heltekur mig. Það byrjar yfirleitt með einhverjum innri átökum, spurningu sem brennur …

Kjósa
10
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Bókmenntahátíð 2023

Mósaík stórstjarna á bókmenntahátíð – og heyrt í einni stjörnu ...
ViðtalBókmenntahátíð 2023

Mósaík stór­stjarna á bók­mennta­há­tíð – og heyrt í einni stjörnu ...

Nú, þeg­ar far­fugl­ar flykkj­ast til lands­ins, er að skella á Bók­mennta­há­tíð­in í Reykja­vík en hún hefst 19. apríl með æv­in­týra­lega til­komu­mik­illi dag­skrá – eins og alltaf. Þunga­vigt­ar­höf­und­ar á heims­mæli­kvarða streyma til lands­ins og land­an­um gefst færi á að spyrja þá spjör­un­um úr, plata þá til að skrifa á bæk­ur og heyra þá fjalla um verk sín.

Nýtt efni

Ópera eða þungarokk? - Áhrif smekks á viðhorf annarra til okkar
Samtal við samfélagið#8

Ópera eða þung­arokk? - Áhrif smekks á við­horf annarra til okk­ar

Hef­ur smekk­ur okk­ar áhrif á hvernig aðr­ir meta okk­ur? Mads Meier Jæ­ger, pró­fess­or við Kaup­manna­hafn­ar­skóla, svar­aði þeirri spurn­ingu á fyr­ir­lestri sem hann flutti ný­lega á veg­um fé­lags­fræð­inn­ar og hann ræddi rann­sókn­ir sín­ar í spjalli við Sigrúnu í kjöl­far­ið. Því hef­ur oft ver­ið hald­ið fram að meiri virð­ing sé tengd smekk sem telst til há­menn­ing­ar (t.d. að hlusta á óper­ur eða kunna að meta ostr­ur) en lægri virð­ing smekk sem er tal­inn end­ur­spegla lág­menn­ingu (t.d. að hlusta á þung­arokk eða vilja bara ost­borg­ara). Á svip­að­an hátt er fólk sem bland­ar sam­an há- og lág­menn­ingu oft met­ið hærra en þau sem hafa ein­ung­is áhuga á öðru hvoru form­inu. Með meg­in­d­leg­um og eig­ind­leg­um að­ferð­um sýn­ir Mads fram á að bæði sjón­ar­horn­in skipta máli fyr­ir hvernig fólk er met­ið í dönsku sam­fé­lagi. Dan­ir álíta til dæm­is að þau sem þekkja og kunna að meta hluti sem tengj­ast há­menn­ingu fær­ari á efna­hags­svið­inu og fólk ber meiri virð­ingu fyr­ir slík­um ein­stak­ling­um en þau sem að geta bland­að sam­an há-og lág­menn­ingu eru tal­in áhuga­verð­ari og álit­in hafa hærri fé­lags­lega stöðu. Þau Sigrún ræða um af hverju og hvernig slík­ar skil­grein­ing­ar hafa áhuga á mögu­leika okk­ar og tæki­færi í sam­fé­lag­inu. Þau setja nið­ur­stöð­urn­ar einnig í sam­hengi við stefnu­mót­un, en rann­sókn­ir Mads hafa með­al ann­ars ver­ið not­að­ar til að móta mennta­stefnu í Dan­mörku.

Mest lesið undanfarið ár