Helga Óskarsdóttir, fyrrverandi áfengis- og vímuefnaráðgjafi hjá SÁÁ, lýsir því að hún hafi verið orðin svo veik af meðvirkni að hún hafi aftengst eigin tilfinningum, með þeim afleiðingum að hún vissi ekki lengur hvernig sér leið.
Meðvirknin var einnig farin að valda líkamlegri vanlíðan, en hún var til dæmis með nær stöðuga magaverki. „Ég var með stöðuga verki hér og þar um líkamann. Til dæmis með svo mikla vöðvabólgu að það var erfitt að hreyfa höfuðið, sérstaklega á morgnana. Ég var ekki orðin fertug en mér leið eins og gamalli konu.“ Hún var uppburðarlítil, kvíðin og þunglynd. Þrátt fyrir alls kyns kvilla sem drógu úr lífsgæðum hennar, gat hún ekki fært líðan sína í orð. Líf hennar snerist um að reyna að bjarga manninum sem var veikur alkóhólisti og vera til staðar fyrir börnin sín þrjú. Í því ástandi hafi hún ekki leitt hugann að sinni líðan …
Athugasemdir (1)