Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Alkóhólismi rændi heilsu hennar vegna meðvirkni

Helga Ósk­ars­dótt­ir var þjök­uð af and­legri og lík­am­legri van­líð­an vegna alkó­hól­isma. Samt var það ekki hún sem mis­not­aði áfengi eða önn­ur vímu­efni, held­ur var hún orð­in virki­lega veik af með­virkni. Hún var ekki nema fer­tug en leið eins og gam­alli konu. Hún leit­aði sér hjálp­ar, náði bata og hef­ur aldrei ver­ið frísk­ari, 73 ára, þriggja barna móð­ir og sex barna amma.

Alkóhólismi rændi heilsu hennar vegna meðvirkni
Sáu móður sína örmagna Börn Helgu segja ástandið á fjölskyldunni hafa batnað þegar hún leitaði sér hjálpar. Mynd: Heiða Helgadóttir

Helga Óskarsdóttir, fyrrverandi áfengis- og vímuefnaráðgjafi hjá SÁÁ, lýsir því að hún hafi verið orðin svo veik af meðvirkni að hún hafi aftengst eigin tilfinningum, með þeim afleiðingum að hún vissi ekki lengur hvernig sér leið.

Meðvirknin var einnig farin að valda líkamlegri vanlíðan, en hún var til dæmis með nær stöðuga magaverki. Ég var með stöðuga verki hér og þar um líkamann. Til dæmis með svo mikla vöðvabólgu að það var erfitt að hreyfa höfuðið, sérstaklega á morgnana. Ég var ekki orðin fertug en mér leið eins og gamalli konu. Hún var uppburðarlítil, kvíðin og þunglynd. Þrátt fyrir alls kyns kvilla sem drógu úr lífsgæðum hennar, gat hún ekki fært líðan sína í orð. Líf hennar snerist um að reyna að bjarga manninum sem var veikur alkóhólisti og vera til staðar fyrir börnin sín þrjú. Í því ástandi hafi hún ekki leitt hugann að sinni líðan …

Kjósa
34
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Ingibjörg Ottesen skrifaði
    Frábær og vel lýsandi grein. Alkóhólismi drepur allar eðlilegar tilfinningar. Þegar hlýjan er horfin, er lítið eftir,ef nokkuð😪
    2
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár