Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Spilling í sjónvarpinu: Er þetta streð til einhvers?

Ít­ölsku sjón­varps­serí­urn­ar 1992 og 1993 eru fyr­ir­mynd­ar­sjón­varp sem vek­ur ýms­ar spurn­ing­ar um tengsl sjón­varps­ins og kannski af­þrey­ingar­iðn­að­ar­ins í heild við stjórn­mál og spill­ingu í sam­fé­lag­inu.

Spilling í sjónvarpinu: Er þetta streð til einhvers?

Ég hef verið að horfa undanfarið á ítölsku sjónvarpsseríurnar 1992 og 1993. Þegar þeirri seinni lýkur þá þarf ég að leita uppi einhverja streymisveitu sem sendir út þá þriðju sem nefnist – ótrúlegt nokk – 1994. Þarna er nefnilega á ferð fyrirmyndarsjónvarp og vekur líka ýmsar spurningar um tengsl sjónvarpsins og kannski afþreyingariðnaðarins í heild við stjórnmál og spillingu í samfélaginu.

Í örstuttu máli fjalla seríurnar allar um miklar samfélagsbyltingar sem urðu (eða virtust verða) á Ítalíu snemma á síðasta áratug 20. aldar. Ítalskt stjórnmálalíf hafði áratugum saman verið í hálfgerðri upplausn, spilling óð upp og allir vissu að stjórnmálaflokkarnir – ekki síst þeir stærstu, Kristilegir demókratar og Sósíalistar – voru gegnumétnir af spillingunni.

„Hreinar hendur“

Hinn öflugi Kommúnistaflokkur Ítalíu var líka í tómu tjóni eftir upplausn Sovétríkjanna. Popúlískar og fasískar hreyfingar óðu uppi og lokkuðu til sín stuðningsmenn í ljósi þess að hinir hefðbundnu stjórnmálaflokkar væru spilltir og óhæfir. …

Kjósa
24
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
2
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
„Ég var bara glæpamaður“
3
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
4
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár