Ég hef verið að horfa undanfarið á ítölsku sjónvarpsseríurnar 1992 og 1993. Þegar þeirri seinni lýkur þá þarf ég að leita uppi einhverja streymisveitu sem sendir út þá þriðju sem nefnist – ótrúlegt nokk – 1994. Þarna er nefnilega á ferð fyrirmyndarsjónvarp og vekur líka ýmsar spurningar um tengsl sjónvarpsins og kannski afþreyingariðnaðarins í heild við stjórnmál og spillingu í samfélaginu.
Í örstuttu máli fjalla seríurnar allar um miklar samfélagsbyltingar sem urðu (eða virtust verða) á Ítalíu snemma á síðasta áratug 20. aldar. Ítalskt stjórnmálalíf hafði áratugum saman verið í hálfgerðri upplausn, spilling óð upp og allir vissu að stjórnmálaflokkarnir – ekki síst þeir stærstu, Kristilegir demókratar og Sósíalistar – voru gegnumétnir af spillingunni.
„Hreinar hendur“
Hinn öflugi Kommúnistaflokkur Ítalíu var líka í tómu tjóni eftir upplausn Sovétríkjanna. Popúlískar og fasískar hreyfingar óðu uppi og lokkuðu til sín stuðningsmenn í ljósi þess að hinir hefðbundnu stjórnmálaflokkar væru spilltir og óhæfir. …
Athugasemdir