Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Eigandi Norðuráls gengst við stórfelldum mútugreiðslum: „Enginn vill vera tengdur við spillingu“

Stærsti eig­andi ál­vers­ins á Grund­ar­tanga, Glencore in­ternati­onal, hef­ur sam­þykkt að greiða met­sekt vegna um­fangs­mik­illa og kerf­is­bund­inna mútu­brota sem spanna meira en ára­tug. Glencore bæði kaup­ir all­ar af­urð­ir Norð­ur­áls og sel­ur því stór­an hluta af hrá­efn­inu til fram­leiðsl­unn­ar. Saga Glencore og stjórn­enda þess, er lygi­leg en ljót.

Mannfjöldinn sem samankominn var á torginu í Juba fagnaði ákaft, en frásögnum sjónarvotta fylgdu líka sögur af því hvernig margir litu annað slagið hissa í kringum sig, næstum eins og þeir tryðu ekki því sem var að gerast. Að þarna væru samankomnir fulltrúar allra ættbálka, án þess þó að vera hver í sínu horni, var um sig gagnvart öðrum. Hinum. Þarna var enginn „hinn“ lengur. Þau voru öll „við“ og þess vegna var fagnað. 

Austur-Afríkuríkinu Súdan var skipt upp í tvö sjálfstæð ríki árið 2011 eftir margra ára og áratuga blóðug átök. Nýja landið, sem á tímabili leit út fyrir að tæki sér nafnið Nílarlýðveldið, varð 193. aðildarríki Sameinuðu þjóðanna og 54. sjálfstæða ríkið í álfunni. Og þess vegna fögnuðu menn á torgi nýrrar höfuðborgar Suður-Súdan, Juba, þann 9. júlí 2011.

Réttum tólf dögum seinna lenti einkaþota á flugvellinum í Juba. Innanborðs voru sjö menn frá Sviss og Bretlandi komnir …

Kjósa
83
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (7)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Jónsson Höskuldur skrifaði
    Bý í næsta nágreni við þessa ófreskju í íslensku advinnulífi og komin timi til að þjóðnýta þetta abrigði af glæpastafsemi og breita alverinu í gróður hús sem framleiðir græn matæveli . Nóg er orkann sem þangað berst ,og mikið hvataf yfir því að hér sé ekki til orka handa landsmönnum,
    Hér i kjósini riðgar allur málmur og ál eiðist undarlega fljót .
    Skepunur drepast ótímabærum dauða .Og fréttir berast úr nágreni alversins sem er nær en mitt hemili ,eða norðan Hvalfjrðar að þar hafa DEPIST ASÐMINSTAKOSTI 16 HROSS OG ENGIN ATUGUN FARIÐ FRAM og allt bar þaggað niður til að styggja ekki eigendur ófreskjunar .

    Fiskur í Hvalfyriðier að eitrast og hætt er að tina krækling úr fjörum Hvalfjarðar vegna eitrunar frá þessum ófreskju.

    Og rúsinan í pilsuendnum með með innra eftirlit sem er í höndum eiganda ófreskjunar .

    Einig bersat fréttir frá álverinu í Reiðarfyrði að þar meigi ekki gefa bustofni hei úr nagreni þeirrar ´´ofreskju vegna etrunar frá fra brenslu ófrenskjunar við að bræða ál .

    Ætli séu ekki sömu glæpasamtök sem eru byrgjar þeirra verksmiðju .
    Er ekki stórhættulegt í jafn spiltu samfélagi þar sem mútur er dygð að leifa svona spillingu að þrífast og ekki konn timi á að stoppa þessi meingandi fyrirbrygði ef við ætlum að standa við gefin loforð um orkuskipti .
    Og reka frá völdum þessa spltu samkundu við Austurvöll
    0
  • SSS
    Sigurjón Smári Sverrisson skrifaði
    Helgi Seljan beittur eins og honum er von og vísa.
    ☻g hvað gerir svo óstjórnin í steinkumbaldinum við Austurvöll ?
    EKKERT !
    Því þau þrýfast á spillingu og þá sér í lagi bjarN1 benediktson foringi stærstu skipulögðu glæpasamtaka Ísland, sjálfstæðisflokksins.
    Er ekki mál að linni ?
    0
  • VSE
    Virgil Scheving Einarsson skrifaði
    Þetta kemur mer ekki a ovart, öll þessi Alver eru Glæpa felög sem koma til Islands til að fa Raforku fyrir Tombolu verð. Það er tæpur 1 aratugur þar til Nyja orku samninga þarf að framlengja. Þa er retta stundin að losa Island við þessa Glæpa Fira. Orkuskiptin þurfa þessa orku
    Lika þarf Island að standa við sinar skuldbindingar i minkun Mengunar.
    0
  • ÁH
    Ásmundur Harðarson skrifaði
    Hætt er við að verðið sem greitt er fyrir álið sé óeðlilega lágt þegar sami aðili að stórum hluta á fyrirtækið sem selur álið og fyrirtækið sem kaupir álið. Slík tengsl leiða oft til mikils afsláttar.
    Ef þetta er reyndin verða Íslendingar væntanlega af miklum tekjum vegna lægri skattgreiðslna.
    Álverin hafa einnig komist upp með lágar skattgreiðslur með því að láta móðurfélagið lána fyir allt eða mest af kostnaðinum við byggingu álversins svo að hagnaður hefur orðið enginn eða lítill vegna mikils fjármagnskostnaðar.
    Skömm Vilhjálms Birgissonar fyrir að berjast fyrir lágu orkuverði til Norðuráls verður honum til ævarandi skammar. Í raun ættum við að stefna að því að losa okkur við álverin. Þau eru mesti mengunarvaldurinn, borga lægsta verðið fyrir orkuna og skapa fá og fábreytileg störf. Álver eru úrræði vanþróðara ríkja. Með brotthvarfi álvera losnar mikil orka sem selst á mun hærra verði til margbreytilegra fyrirtækja með mun fleiri og verðmætari störf - sérstaklega ef við fáum nothæfan gjaldmiðil.
    6
  • Hlynur Jörundsson skrifaði
    https://www.justice.gov/opa/pr/glencore-entered-guilty-pleas-foreign-bribery-and-market-manipulation-schemes

    24 mai 2022

    Old news og Samherji fær lágmarksskattasekt og svo verður vögguvísan sungin. Meðal annars... hvernig ætluðu menn eiginlega að ákæra Örnu... það er svolítið snúið jú að ákæra fólk með diplomatic immunity... jafnvel þó einungis honory consul væri um að ræða.

    Og því miður sorglegt að sjá að Villi sé dreginn inn í dæmið... þó svo hann hafi látið Halldór spila með sig gagnvart Sólveigu.

    Magma... Norðurál... Rio Tinto... og íslensku stóraðilarnir..... allt sama dæmið.

    Og enn sitja menn og blaðra... og málarmyndarsektir og öllu velt yfir í verðlagið.

    skrifstofustjórar í ráðuneytum í erindargjörðum fyrir fiskeldi osf. og að mati kerfisins er ekkert refsivert að sjá.... auðvitað er hlegið að íslendingum.

    Væri gaman að sjá grein í Heimildinni um hvað sé í raun spilling... því það er ansi ljóst ansi lengi að íslenska skilgreiningin er ekki sú sama og sú erlenda.
    0
  • Kristbjörn Árnason skrifaði
    Hvar kemur formaður verkalýðsfélagsins inn í íslensku myndina? En hann tók þátt í baráttu fyrirtækisins fyrir því að komast upp með að greiða minna fyrir orkuna en Landsvirkjun gerði kröfu um.
    7
  • SRÓ
    Sigurður Rúnar Ólafsson skrifaði
    Flott skrifuð grein og áhugaverð.
    5
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár