Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Augnablik í eilífðinni

Rúss­ar réð­ust ólög­lega inn í Úkraínu kald­an fe­brú­armorg­un fyr­ir rúmu ári síð­an og hafa síð­an skil­ið eft­ir sig slóð dauða og eyði­legg­ing­ar. Ef stríð­ið er skoð­að í sam­hengi við tím­ann sjálf­an, hvar er­um við í raun stödd á spjöld­um sög­unn­ar?

Augnablik í eilífðinni
Bohdan Cheshyk undirbýr fræga brúðarslaufu frá konu úr borginni Vinnytsa, sem varð fyrir hræðilegri eldflaugaárás þann 14 júlí 2022, sem skildi 28 manns eftir í valnum, þar af 3 börn. Konan, sem ætlaði að gifta sig sama dag, ákvað þrátt fyrir það að láta verða af athöfninni og lét taka brúðarmyndirnar í íbúð hennar sem eyðilagðist í árásinni. Myndir sem urðu strax gífurlega vinsælar og urðu táknmynd þessa dags í hugum margra í Úkraínu. Mynd: Óskar Hallgrímsson

„Ég þarf að þvo á mér hárið.“ Þetta er það fyrsta sem Mariika, eiginkona mín, segir þegar ég vek hana klukkan fimm að morgni 24. febrúar 2022. Ég hafði sjálfur vaknað örstuttu áður við þung sprengjuhljóð í fjarska, hljóð sem mér fannst eiga fátt skylt við íslenska flugelda. Ég man það mjög skýrt að þetta var það fyrsta sem mér flaug í hug, þarna nývöknuðum árla morguns á meðan kröftugar þrýstibylgjur, hver á fætur annarri, börðu á gluggum svefnherbergisins.

Innrásin var hafin. Ég hringdi strax í fjölskylduna mína á Íslandi, bjó til hópspjall með öllum okkar nánustu sem þyrftu að fá upplýsingar og skrifaði eftirfarandi: „Hæ. Hér er hafið stríð. Við erum örugg eins og er. Við heyrum í sprengingum en þær eru víst allar ætlaðar hernaðarlegum skotmörkum. VIÐ ERUM ÖRUGG og okkur er sagt að halda okkur heima og við ætlum að gera það á meðan við fylgjumst með …

Kjósa
13
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Úkraínustríðið

Græða sár innrásar í þögn
VettvangurÚkraínustríðið

Græða sár inn­rás­ar í þögn

Í hafn­ar­borg­inni Odesa við strend­ur Svarta­hafs stend­ur Filatov-rann­sókn­ar­stofn­un­in í augn­lækn­ing­um. Vla­dimir Petrovich Filatov nokk­ur, virt­ur pró­fess­or í augn­lækn­ing­um, stóð að stofn­un henn­ar ár­ið 1936 og hún hef­ur síð­an skap­að sér sess sem mið­stöð vís­inda­legr­ar ný­sköp­un­ar og lækn­is­fræði­legr­ar þró­un­ar á sviði augn­lækn­inga í Aust­ur-Evr­ópu. Ósk­ar Hall­gríms­son fékk að líta í heim­sókn og kynna sér hvernig hald­ið er úti þjón­ustu við erf­ið­ar að­stæð­ur.
Svo þungbært að flýja heimalandið að hún fékk hjartaáfall
ViðtalÚkraínustríðið

Svo þung­bært að flýja heima­land­ið að hún fékk hjarta­áfall

„Hjart­að í mér sprakk,“ út­skýr­ir Tetiana Rukh hversu sárt það var að flýja heima­land­ið og allt sem þau hjón­in höfðu var­ið æv­inni í að byggja þar upp. Eig­in­mað­ur­inn, Oleks­andr Rukh, var með í för en hann var þá að hefja end­ur­hæf­ingu eft­ir heila­blóð­fall. Dótt­ir þeirra lagði hart að þeim að fara og var með í för, ásamt barna­barni þeirra.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár