Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Sprengjubyrgið innra með þér

Hvernig ég komst í sprengju­byrg­ið er þverfag­leg sýn­ing sjö úkraínskra lista­manna í Nor­ræna hús­inu. Í sýn­ing­unni kafa lista­menn­irn­ir djúpt of­an í eig­in reynslu af inn­rás Rússa í Úkraínu, þrána eft­ir frið­sælu lífi, leið­irn­ar til þess að þrauka af og von­ina um fram­tíð­ina.

„Sprengjubyrgið er öryggi staðurinn þinn. Fyrir mér var sprengjubyrgið fjölskyldan og vinnan. Ég fann þegar fyrstu sírenurnar vældu að ég vildi vera með fjölskyldunni, sem var í öðrum bæ einmitt þá,“ segir Yulia Sapiga, sýningarstjóri, sem rifjar í kjölfarið upp þegar hún hóf verkefnið Dagbók stríðsins á fyrsta degi stríðsins í galleríi sínu í Lviv – og listamenn voru tilbúnir með verk strax fyrsta daginn eftir innrás.

Sýningin í Norræna húsinu leitast við að sýna reynsluheim listamanna sem horfst hafa í augu við stríðið. Stríðstímar snúast um hörku, hatur og ótta en í þeim birtist einnig hugrekki, samkennd og kærleikur, sem fyrir mörgum varð að „sprengjuskýli“. Í kjölfarið mætti spyrja: Hverjar voru leiðirnar að persónulegu skýli listamannanna? 

Yulia Sapiga„Listin er mikilvægt vopn í upplýsingastríðinu.“

Þessi viðfangsefni eru skoðuð í nokkrum víddum, með því að búa til samtal milli hins nýja veruleika í Úkraínu og reynslunnar sem upp úr honum …

Kjósa
2
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár