„Sprengjubyrgið er öryggi staðurinn þinn. Fyrir mér var sprengjubyrgið fjölskyldan og vinnan. Ég fann þegar fyrstu sírenurnar vældu að ég vildi vera með fjölskyldunni, sem var í öðrum bæ einmitt þá,“ segir Yulia Sapiga, sýningarstjóri, sem rifjar í kjölfarið upp þegar hún hóf verkefnið Dagbók stríðsins á fyrsta degi stríðsins í galleríi sínu í Lviv – og listamenn voru tilbúnir með verk strax fyrsta daginn eftir innrás.
Sýningin í Norræna húsinu leitast við að sýna reynsluheim listamanna sem horfst hafa í augu við stríðið. Stríðstímar snúast um hörku, hatur og ótta en í þeim birtist einnig hugrekki, samkennd og kærleikur, sem fyrir mörgum varð að „sprengjuskýli“. Í kjölfarið mætti spyrja: Hverjar voru leiðirnar að persónulegu skýli listamannanna?
Þessi viðfangsefni eru skoðuð í nokkrum víddum, með því að búa til samtal milli hins nýja veruleika í Úkraínu og reynslunnar sem upp úr honum …
Athugasemdir