Sextán ára vaknaði hann við drunur og leit út um gluggann. Gos var hafið í Heimaey þar sem hann bjó.
„Ég var rosalega feginn vegna þess að ég átti að taka próf úr Gísla sögu Súrssonar daginn eftir og tók aldrei prófið,“ segir Kristján H. Kristjánsson, heimshornaflakkari og fyrrverandi lögreglufulltrúi. Hann fór upp á meginlandið eins og aðrir íbúar en meðan á gosinu stóð fór hann þó oft á milli, meðal annars til að bjarga eigum fjölskyldunnar.
„Foreldrar mínir ráku apótekið í Vestmannaeyjum. Maður braust inn í apótekið, dó af gasinu sem fylgdi gosinu og fannst þar. Heimili mitt var kallað „dauðagildran“ í sjónvarpsþætti. Ég veiktist pínulítið af gasinu. Stundum kom glóandi vikur yfir mann, gjóska, og þá flúði maður í skjól. Einu sinni stukkum við pabbi upp á vörubílspall ásamt fleirum og fórum í Austurbæinn, þegar hraunið var farið að renna hraðar, og brutumst inn í einbýlishús. Við vorum …
Athugasemdir