Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Illfyglið í Happy Valley og víðar

Ill­ugi Jök­uls­son held­ur því fram að óhóf­legt fjöl­skyldu­líf og áhersla á „erkióvini“ gangi af mörg­um góð­um glæpaserí­um dauð­um. Happy Valley sé samt frá­bær.

Illfyglið í Happy Valley og víðar
Illfyglið, löggan og fjölskyldan — James Norton, Sarah Lancashire og Rhys Connah í hlutverkum sínum í þriðju seríu Happy Valley

Tvö nokkuð óbrigðul merki má hafa um að handritshöfundar og leikstjórar glæpaþátta í sjónvarpinu séu að verða uppiskroppa með hugmyndir og ættu kannski að fara að láta gott heita.

Annars vegar að þeir séu farnir að fjalla óhóflega um einkalíf aðalpersónunna, hvort sem það er rannsóknarlögga, einkaspæjari, lögfræðingur, sálfræðingur, réttarmeinafræðingur sem hefur það hlutverk að leysa erfið sakamál í viðkomandi þáttaseríu.

Hins vegar að aðalpersónan sé komin með ERKIÓVIN.

Þykir vænt um illfyglið

Um þetta eru fjölmörg dæmi. Fyrir tæpum 20 árum var til dæmis alveg ljómandi skemmtileg bresk þáttaröð í gangi sem nefndist Wire in the Blood þar sem sálfræðingurinn Tony Hill (Robson Green) kom upp um glæpi viðurstyggilegra illmenna. Þeir þættir fóru í vaskinn þegar eitthvert illfylgið fór að birtast í hverri þáttaröðinni af annarri og þættirnir fóru að snúast um viðureign þeirra Hills.

Ástæðan fyrir ERKIÓVININUM er væntanlega sú að handritshöfundunum þykir orðið svo vænt um morðvarginn sem þeir hafa skapað að þeir tíma ekki að sjá af honum í ævilangt fangelsi, heldur láta hann sleppa hvað eftir annað með nánast yfirnáttúrulegum hætti, svo hann geti haldið áfram að myrða gott fólk – og reynt að hefna sín á aðalpersónunni.

Eins og aðalpersónan eigi þá ekki í nógu að snúast í einkalífi sínu sem líka verður æ fyrirferðarmeira í þáttunum. En þar eru blæbrigðin tiltölulega fá. Er aðalpersónan fyllibytta? Býr hún við helvíti hjónabandsins? Eiga börnin í erfiðleikum í skólanum?

Ótrúlega oft er þetta svo sameinað með því að erkióvinurinn rænir börnum aðalpersónunnar.

Glæpakvendið Alice Morgan

Nefna má fleiri dæmi en Wire in the Blood. Svo ágætir þættir sem Luther, með Idris Elba í aðalhlutverki, fóru alveg í vaskinn þegar þeir fóru að snúast um glæpakvendið voðalega Alice Morgan (Ruth Wilson) og sefasjúka ásókn hennar í hinn prúða (!) Luther.

Alveg ljómandi skemmtilegir pólskir glæpaþættir sem ég hef verið að horfa á undanfarið – Chyłka, þið finnið fyrstu 3 seríurnar á Walter Presents – eru líka um það bil að detta á bólakaf í þessa gryfju. 

Sannleikurinn er auðvitað sá að svona erkióvinir gera alveg út af við allan vott af realisma í svona þáttum. Og það verður þrátt fyrir allt að vera einhver jarðtenging.

Yfirleitt þarf því að grípa til æ kjánalegri bragða til að erkióvinurinn geti gengið laus í hverri seríunni af annarri þótt aðalhetjan sé sífellt að koma upp um myrkraverk hans. Enn fremur eru morðingjar í sjálfu sér fremur óintressant fólk og það verður leiðigjarnt að fylgjast með heimskulegri þráhyggju þeirra og hefndarþorsta lengur en sem nemur einni seríu.

Mikið séní

Það er því óneitanlega svolítið merkilegt að horfa á seríu sem gengur beinlínis út á þetta hvort tveggja – brogað einkalíf aðalpersónunnar og illskeyttan erkióvin.

En finnast hún samt alveg svona ljómandi skemmtileg og bara með þeim allra skástu.

Ég á vitaskuld við Happy Valley, en þriðja þáttaröð þeirrar ágætu seríu var frumsýnd á Bretlandi nú eftir áramótin og er víst væntanleg hingað til Íslands.

Happy Valley er sköpunarverk Sally Wainwright, sem þykir mikið séní í bresku sjónvarpi og skrifaði seríur eins og Unforgiven, Gentleman Jack, Scott & Bailey og Last Tango in Halifax.

Fyrsta serían af Happy Valley birtist 2014 og sú næsta tveim árum síðar en nú kemur sú þriðja og síðasta eftir heil sjö ár – og vekur jafnvel enn meiri fögnuð en hinar fyrri. 

Miðaldra Robocop

Enda er Happy Valley bráðskemmtileg sería þrátt fyrir – og í þetta sinn kannski vegna þess hve mikil áhersla er lögð á fjölskyldulíf aðalpersónunnar sem Sarah Lancashire leikur af þvílíkum þrótti að enginn man nafn löggukonunnar sem hún er að leika.

Líka þótt hún eigi í sífelldri glímu við erkióvin sinn, Tommy Lee Royce (James Norton).

Í raun og veru notar Sally Wainwright í Happy Valley hverja einustu klisju svona þáttaraða og henni ætti í rauninni alls ekki að fyrirgefast það. En þetta er bara svo ljómandi vel skrifað og Sarah Lancashire svo skemmtileg þar sem hún bægslast um í fullum skrúða eins og vel miðaldra Robocop að ég að minnsta lét mér vel líka.

Og flestir aðrir líka, sýnist mér.

En í hina röndina er skiljanlegt að Wainwright skyldi ákveða að setja punkt aftan við þessa þriðju seríu. Þetta samband hinnar samviskusömu Sergeant Catherine Cawood (persónan sem Sarah Lancashire leikur) og erkióvinarins mundi aldrei ganga eina seríu enn.

En áhorfendur geta farið að hlakka til uppgjörsins!

Kjósa
6
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Rúlletta Róberts og vitnisburðir starfsfólks: „Þetta er bara rosalega mikið álag“
1
ÚttektRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Rúll­etta Ró­berts og vitn­is­burð­ir starfs­fólks: „Þetta er bara rosa­lega mik­ið álag“

Starfs­menn Al­votech lýsa vinnu­álag­inu sem ómann­eskju­legu og hafa leit­að til stétt­ar­fé­laga út af ógreiddri yf­ir­vinnu og fleiri mál­um. Vinnu­að­stæð­urn­ar hafa ver­ið svona út af því að Al­votech hef­ur unn­ið að því að fá mark­aðs­leyfi fyr­ir sam­heita­lyf Humira í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur veðj­að öllu á þetta lyf en sala á því hef­ur dreg­ist sam­an og sam­heita­lyfj­um þess hef­ur alls ekki geng­ið eins vel í Banda­ríkj­un­um og reikn­að var með.
Þórður Snær Júlíusson
6
Leiðari

Þórður Snær Júlíusson

Elsku ráð­herr­ar, hætt­ið að gefa Ís­land

Nú stend­ur til að gefa norsk­um lax­eld­is­fyr­ir­tækj­um ís­lenska firði til eign­ar. Þeg­ar er bú­ið að gefa ör­fá­um út­gerð­ar­fjöl­skyld­um hundruð millj­arða króna hið minnsta af fé sem ætti að hafa far­ið í sam­fé­lags­lega upp­bygg­ingu. Vilji er til þess að gefa einka­að­il­um vindorku en eng­inn vilji til þess að rukka ferða­þjón­ustu fyr­ir nýt­ingu á al­manna­g­æð­um. Hvað geng­ur ís­lensk­um ráða­mönn­um eig­in­lega til?
Vextir þriðjungs allra óverðtryggðra lána til heimila landsins losna brátt
9
Viðskipti

Vext­ir þriðj­ungs allra óverð­tryggðra lána til heim­ila lands­ins losna brátt

Í nýj­ustu mán­að­ar­skýrslu Hús­næð­is- og mann­virkja­stofn­un­ar er sagt frá því að meiri­hluti eft­ir­stand­andi óverð­tryggðra lána á föst­um vöxt­um munu koma til end­ur­skoð­un­ar á næstu miss­er­um. Frá og með júlí og til og með ág­úst á næsta ári munu vext­ir losna á óverð­tryggð­um lán­um fyr­ir sam­an­lagt 410 millj­arða króna. Það er rúm­lega þriðj­ung­ur af öll­um óverð­tryggð­um lán­um til heim­ila lands­ins.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Rúlletta Róberts og vitnisburðir starfsfólks: „Þetta er bara rosalega mikið álag“
1
ÚttektRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Rúll­etta Ró­berts og vitn­is­burð­ir starfs­fólks: „Þetta er bara rosa­lega mik­ið álag“

Starfs­menn Al­votech lýsa vinnu­álag­inu sem ómann­eskju­legu og hafa leit­að til stétt­ar­fé­laga út af ógreiddri yf­ir­vinnu og fleiri mál­um. Vinnu­að­stæð­urn­ar hafa ver­ið svona út af því að Al­votech hef­ur unn­ið að því að fá mark­aðs­leyfi fyr­ir sam­heita­lyf Humira í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur veðj­að öllu á þetta lyf en sala á því hef­ur dreg­ist sam­an og sam­heita­lyfj­um þess hef­ur alls ekki geng­ið eins vel í Banda­ríkj­un­um og reikn­að var með.
Sleppti máltíðum til þess að komast frá Ásbrú
4
Greining

Sleppti mál­tíð­um til þess að kom­ast frá Ás­brú

„Stans­laust von­leysi vakn­ar um leið og þú mæt­ir,“ seg­ir ung­ur venesú­elsk­ur hæl­is­leit­andi um Ás­brú. Þar hafi ver­ið ómögu­legt fyr­ir hann, eða nokk­urn mann, að að­lag­ast ís­lensku sam­fé­lagi – sem er at­riði sem stjórn­mála­menn þvert á flokka hafa sagt mik­il­vægt. Fé­lags- og vinnu­mark­aðs­ráð­herra hef­ur sagst vilja fleiri bú­setu­úr­ræði á borð við Ás­brú.
Fyrirtækið sem Kvika keypti kom að lánum til félags konu Ármanns
6
ViðskiptiKvika og Ortus

Fyr­ir­tæk­ið sem Kvika keypti kom að lán­um til fé­lags konu Ár­manns

Breska fyr­ir­tæk­ið Ort­us Capital, sem Ár­mann Þor­valds­son, nú­ver­andi for­stjóri al­menn­ings­hluta­fé­lags­ins Kviku, var hlut­hafi í var einn af lán­veit­end­um breska kráar­fyr­ir­tæk­is­ins Red Oak Taverns, sem eig­in­kona Ár­manns á hlut í. Þetta fyr­ir­tæki varð síð­ar að Kviku Secu­rities í Bretlandi og keypti það breskt lána­fyr­ir­tæki af við­skipta­fé­lög­um fyr­ir tveim­ur ár­um fyr­ir millj­arða króna.
Umsækjandi hjá MAST vill rökstuðning: „Ég er vonsvikinn“
7
FréttirLaxeldi

Um­sækj­andi hjá MAST vill rök­stuðn­ing: „Ég er von­svik­inn“

Eg­ill Stein­gríms­son dýra­lækn­ir var ann­ar af um­sækj­end­un­um um sviðs­stjórastarf hjá Mat­væla­stofn­un sem með­al ann­ars snýst um eft­ir­lit með lax­eldi. Fiska­líf­eðl­is­fræð­ing­ur­inn Þor­leif­ur Ág­ústs­son var ráð­inn fram yf­ir hann og vakti ráðn­ing­in at­hygli inn­an MAST vegna já­kvæðra skrifa hans um lax­eldi hér á landi.
Öryrkjar borga fyrir kjarasamninga og tugir milljarða settir í borgarlínu
8
GreiningFjármálaáætlun 2025-2029

Ör­yrkj­ar borga fyr­ir kjara­samn­inga og tug­ir millj­arða sett­ir í borg­ar­línu

Rík­is­sjóð­ur verð­ur rek­inn í halla í næst­um ára­tug sam­fleytt áð­ur en við­snún­ing­ur næst. Til að fjár­magna tug­millj­arða króna út­gjöld vegna Grinda­vík­ur og kjara­samn­inga á með­al ann­ars að fresta greiðsl­um til ör­orku­líf­eyri­s­kerf­is­ins, selja eign­ir fyr­ir tugi millj­arða króna og lækka fram­lög í vara­sjóð. Fram­kvæmd­um sem áð­ur hef­ur ver­ið frest­að er frest­að á ný en pen­ing­ar sett­ir í nýja þjóð­ar­höll og tug­ir millj­arða króna verða til­tæk­ir í borg­ar­línu og tengd verk­efni. Vaxta­byrð­in á rík­is­sjóði verð­ur þó þung. Á næsta ári mun hann borga 121 millj­arð króna í slíka.

Mest lesið í mánuðinum

Læstur inni í íbúðinni sinni í fimmtán ár
1
Viðtal

Læst­ur inni í íbúð­inni sinni í fimmtán ár

Sveinn Bjarna­son bjó í fimmtán ár í læstri íbúð á veg­um Ak­ur­eyr­ar­bæj­ar. Hann bank­aði oft ít­rek­að og grét áð­ur en starfs­fólk opn­aði fyr­ir hon­um. Móð­ir hans gerði end­ur­tekn­ar at­huga­semd­ir við að hann væri læst­ur inni og seg­ir son sinn hafa ver­ið van­rækt­an. Fyrr á þessu ári greip hún til þess ör­þrifa­ráðs að flytja hann bú­ferl­um í ann­an lands­hluta til að fá mann­sæm­andi að­bún­að fyr­ir hann. Mál Sveins varp­ar ljósi á al­var­leg­ar brota­lam­ir í þjón­ustu við fatl­að fólk á Ís­landi og sýn­ir hvernig mann­rétt­indi hafa ver­ið virt að vett­ugi ár­um sam­an.
Eina leiðin til að halda lífinu áfram var að koma út
4
ViðtalForsetakosningar 2024

Eina leið­in til að halda líf­inu áfram var að koma út

Bald­ur Þór­halls­son bældi nið­ur eig­in kyn­hneigð frá barns­aldri og fannst hann ekki geta ver­ið hann sjálf­ur. Fyr­ir 28 ár­um tók hann ákvörð­un um að koma út úr skápn­um, það var ekki ann­að í boði ef hann ætl­aði að halda áfram með líf­ið. Nú stefna þeir Fel­ix Bergs­son á Bessastaði. „Við eig­um 28 ára ást­ríkt sam­band að baki og höf­um ekk­ert að fela,“ seg­ir Fel­ix.
„Ég ætla ekki að kinka kolli framan í einhver illmenni án þess að segja neitt“
6
ViðtalForsetakosningar 2024

„Ég ætla ekki að kinka kolli fram­an í ein­hver ill­menni án þess að segja neitt“

Jón Gn­arr er kom­inn í for­setafram­boð. Hann seg­ir meiri þörf á gleði og húm­or í lýð­ræð­inu og sam­fé­lag­inu þar sem of­fram­boð sé á leið­ind­um og er sann­færð­ur um að þjóð­in sé að leita sér að mann­eskju sem hún geti séð sjálfa sig í. Jón ætl­ar sér að mýkja freka kall­inn með kær­leik­ann að vopni og lof­ar að vera hvorki of­stopa­mann­eskja né lydda, nái hann kjöri. Svo hef­ur hann alltaf dreymt um að búa í Garða­bæ.
Hjúkrunarheimilið Sóltún fékk 20 milljarða frá íslenska ríkinu
7
Fréttir

Hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún fékk 20 millj­arða frá ís­lenska rík­inu

Frá ár­inu 2009 hef­ur hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún feng­ið tæp­lega 20 millj­arða króna frá ís­lenskra rík­inu. Um 90 pró­sent af tekj­um Sól­túns koma frá rík­inu. Eig­end­urn­ir hafa tek­ið á þriðja millj­arð króna út úr rekstr­in­um með því að selja fast­eign­ir og lóð­ir og lækka hluta­fé fyr­ir­tæk­is­ins. All­ur rekst­ur­inn bygg­ir hins veg­ar á um­deild­um samn­ingi við ís­lenska rík­ið sem gerð­ur var ár­ið 2000.
Ráðning stjórnanda til MAST vekur athygli: „Ég er fagmaður"
10
FréttirLaxeldi

Ráðn­ing stjórn­anda til MAST vek­ur at­hygli: „Ég er fag­mað­ur"

MAST til­kynnti starfs­mönn­um sín­um um það á mið­viku­dag­inn að bú­ið væri að ráða Þor­leif Ág­ústs­son sem nýj­an sviðs­stjóra yf­ir með­al ann­ars fisk­eld­is­deild­ina hjá stofn­un­ina. Þor­leif­ur hef­ur skrif­að grein­ar þar sem hann tal­ar fyr­ir lax­eldi í sjókví­um. Þor­leif­ur seg­ist vera vís­inda­mað­ur og að hann taki ekki af­stöðu. For­stjóri MAST, Hrönn Jó­hann­es­dótt­ir vill ekki ræða um ráðn­ing­una þeg­ar eft­ir því er leit­að.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu