Ásgeir Helgi Reykfjörð Gylfason, forstjóri SKEL, var ráðinn í starfið í apríl í fyrra. Hann hóf störf 9. júlí. Í ársreikningi Skeljar vegna ársins 2022 kemur fram að hann hafi fengið 45 milljónir króna vegna svokallaðra „keyptra starfsréttinda“ í fyrra auk þess sem SKEL greiddi 55 milljónir króna í launatengd gjöld. Á næsta ári mun SKEL gjaldfæra 60 milljónir króna vegna þessa og á árinu 2025 mun félagið gjaldfæra 15 milljónir króna. SKEL mun einnig standa skil á launatengdum gjöldum síðustu tvö árin.
Heildarfjárhæðin var hins vegar greidd til Ásgeirs í fyrra og í efnahagsreikningi SKEL voru færðar alls 165 milljónir króna á meðal veltufjármuna vegna þessa. Hann greiddi tekjuskatt af allri upphæðinni á síðasta ári.
Ásgeir, sem var áður aðstoðarbankastjóri Arion banka og er bróðir Þórdísar Kolbrúnar R. Gylfadóttur utanríkisráðherra og varaformanns Sjálfstæðisflokksins, skuldbatt sig samhliða til að starfa hjá SKEL fram í apríl 2025 hið minnsta. Hætti hann …
Athugasemdir (3)