Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Bókfærð mánaðarlaun forstjóra SKEL næstum 19 milljónir ofan á kauprétt upp á milljarð

For­stjóri SKEL fékk á ann­að hundrað millj­ón­ir króna í fyrra vegna „keyptra starfs­rétt­inda“of­an á hefð­bund­in laun. Hann fékk auk þess kauprétt­ar­samn­ing sem met­inn er á yf­ir einn millj­arð króna. Olíu­bíl­stjór­ar hjá dótt­ur­fé­lagi SKEL eru í verk­falli og krefjast kjara­bóta. Það tek­ur þá næst­um fjög­ur ár að vinna sér inn mán­að­ar­laun for­stjór­ans á grunn­laun­um sín­um.

Bókfærð mánaðarlaun forstjóra SKEL næstum 19 milljónir ofan á kauprétt upp á milljarð
Sér á báti Ásgeir Helgi Reykfjörð Gylfason var ráðinn sem forstjóri SKEL í fyrra. Sá launa- og kaupréttarpakki sem hann fékk við ráðninguna er mun umfangsmeiri en tíðkast hefur í íslensku viðskiptalífi eftir bankahrun.

Ásgeir Helgi Reykfjörð Gylfason, forstjóri SKEL, var ráðinn í starfið í apríl í fyrra. Hann hóf störf 9. júlí. Í ársreikningi Skeljar vegna ársins 2022 kemur fram að hann hafi fengið 45 milljónir króna vegna svokallaðra „keyptra starfsréttinda“ í fyrra auk þess sem SKEL greiddi 55 milljónir króna í launatengd gjöld. Á næsta ári mun SKEL gjaldfæra 60 milljónir króna vegna þessa og á árinu 2025 mun félagið gjaldfæra 15 milljónir króna. SKEL mun einnig standa skil á launatengdum gjöldum síðustu tvö árin. 

Heildarfjárhæðin var hins vegar greidd til Ásgeirs í fyrra og í efnahagsreikningi SKEL voru færðar alls 165 milljónir króna á meðal veltufjármuna vegna þessa. Hann greiddi tekjuskatt af allri upphæðinni á síðasta ári. 

Ásgeir, sem var áður aðstoðarbankastjóri Arion banka og er bróðir Þórdísar Kolbrúnar R. Gylfadóttur utanríkisráðherra og varaformanns Sjálfstæðisflokksins, skuldbatt sig samhliða til að starfa hjá SKEL fram í apríl 2025 hið minnsta. Hætti hann …

Kjósa
45
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (3)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár