Vikan hefur verið löng og ströng hjá Sólveigu Önnu Jónsdóttur og enn er föstudagurinn eftir. Það er stór dagur fram undan þennan morguninn enda ekki oft sem fólk án lögmannsréttinda hefur á dagskrá sinni að mæta tvívegis í dómsal sama daginn. Þannig er það hins vegar hjá formanni Eflingar. Fyrst er ferðinni heitið í Héraðsdóm Reykjavíkur og þaðan í Landsrétt, þar sem félagsdómur kemur saman.
Sólveig Anna tekur daginn snemma, með trönuberjasafa og kaffi, ekki þó fyrr en búið er að sinna köttunum tveimur á heimilinu, þeim Kismundi og Litla-Kisa. Þeim síðarnefnda var lítið um gestaganginn á heimilinu gefið svo snemma morguns og leitaði hratt að flóttaleið sem reyndist svo lokaður eldhúsglugginn.
„Þessi er aðallega bara hræddur við karlmenn,“ segir Sólveig Anna til skýringar og opnar flóttaleið Litla-Kisa út í rigninguna, áður en hún afsakar að hafa ekki náð að ganga almennilega frá heima hjá sér. Þaðan víkur hún fljótt …
Athugasemdir (3)