Kona sem fann fyrir ógleðitilfinningu á skemmtistað, gekk út og kastaði upp, ráfaði þaðan og endaði í innkeyrslu við hús, þar sem hún fann fyrir miklum dofa í líkamanum, svo miklum að hún gat ekki staðið í fæturna. Maður sem var búsettur í húsi við innkeyrsluna varð konunnar var, færði henni pappír til að þurrka sér og átti við hana einhver samskipti. Hann reisti konuna við, gekk undir henni inn í hús og inn í íbúð sína, þar sem hann lagði hana í rúm. Síðar lýsti konan því fyrir dómi að hana hefði alls ekki grunað að maðurinn hefði eitthvað illt í huga, en hann var dæmdur fyrir að brjóta á henni kynferðislega þetta kvöld.
Fyrir dómi lýsti konan því hvernig Eldin hafi allt í einu verið kominn upp í rúm með henni, nakinn, og byrjað að káfa á líkama hennar. Hún hefði ekki getað hreyft sig vegna doðatilfinningar, orðið …
Athugasemdir