Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Aðför að neytendum sem tryggði einokun í slátrun lögð á hilluna

Mat­væla­ráð­herra hef­ur hætt við að leggja fram frum­varp sem átti að leyfa af­urð­ar­stöðv­um í slát­uriðn­aði að eiga með sér ólög­mætt sam­ráð. Ástæð­an er al­var­leg gagn­rýni um­sagnar­að­ila, sér­stak­lega Sam­keppnis­eft­ir­lits­ins og Neyt­enda­sam­tak­anna.

Aðför að neytendum sem tryggði einokun í slátrun lögð á hilluna
Hætt við Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra boðar annars konar frumvarp til að mæta þörfum sláturleyfishafa í haust. Mynd: Stundin / Davíð Þór

Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra er hætt við að leggja fram frumvarp sem átti að undanskilja afurðastöðvar í sláturiðnaði frá ákvæðum samkeppnislaga um bann við ólögmætu samráði. Þess í stað er hafin vinna í ráðuneyti hennar við smíði frumvarps sem á að heimila fyrirtækjum í meirihlutaeigu framleiðenda að eiga með sér samstarf um afmarkaða þætti líkt og tíðkast í nágrannalöndum. Það frumvarp verður lagt fram á haustþingi.

Ástæða þess að fallið var frá því að leggja frumvarpið fram var alvarleg gagnrýni ýmissa umsagnaraðila á innihald þess. Samkeppniseftirlitið sagði málið miða að því að koma á einokun í slátrun og frumvinnslu afurða og gengi auk þess gegn ákvæðum EES-samningsins. Verið væri að hygla kjötafurðastöðvum á kostnað bænda. Neytendasamtökin kölluðu frumvarpið aðför að neytendum. 

Byggt á tillögum spretthóps Steingríms J.

Í frum­varps­drög­un­um, sem voru aðgengi­leg í sam­ráðs­gátt stjórn­valda í síðasta mánuði, var lagt til að ákvæði yrði bætt við búvöru­lög til bráða­birgða sem und­an­skilji afurða­­stöðvar í slát­ur­iðn­­aði frá ákvæðum sam­keppn­islaga um bann við ólög­­mætu sam­ráði. Það átti að gera til að ná fram nauð­­syn­­legri hag­ræð­ingu. Afurða­­stöðv­­unum átti þá að verða heim­ilt, að til­­­teknum skil­yrðum upp­­­fyllt­um, að stofna og starf­rækja félag um flutn­ing slát­­ur­­gripa, slátr­un, birgða­hald og frum­vinnslu afurða auk skyldra verk­efna. Ákvæðið átti að gilda til 2026. 

Formaður Steingrímur J. Sigfússon, fyrrverandi formaður Vinstri grænna, leiddi spretthóp sem lagði til aðgerðirnar.

Frum­varpið byggði að hluta á til­­lögum sprett­hóps, sem Stein­grímur J. Sig­­fús­­son fyrr­ver­andi for­­maður Vinstri grænna leiddi, og skil­aði af sér til­­lögum í fyrrasum­­­ar. Hóp­­ur­inn var skip­aður vegna alvar­­­legrar stöðu í mat­væla­fram­­­leiðslu á Íslandi sökum þess að verð á aðföngum til bænda hafði hækkað gríð­­­ar­­­lega eftir inn­­­rás Rússa í Úkra­ín­u. 

Mark­mið laga­­setn­ing­­ar­innar átti að vera að styðja við end­­ur­­skipu­lagn­ingu og hag­ræð­ingu í slátrun og kjöt­­vinnslu. í grein­­ar­­gerð sem fylgdi með drögunum sagði að með til­­lög­unum væri lagt til að fylgt yrði eftir þeim mark­miðum búvöru­laga að stuðla að fram­­förum og auk­inni hag­­kvæmni í búvöru­fram­­leiðslu og vinnslu og sölu búvara til hags­­bóta fyrir fram­­leið­endur og neyt­end­­ur. „Með auk­inni hag­­kvæmni í slátrun má draga úr kostn­aði við fram­­leiðsl­una sem er afar mik­il­vægt við erf­iðar aðstæð­­ur. Þá getur þessi heim­ild orðið til þess að flýta fyrir end­­ur­nýjun í slát­­ur­húsum og ýtt undir úreld­ingu síður hag­­kvæmra fram­­leiðslu­ein­inga. Ef ekki verður aðhafst eru líkur á að enn muni aukast þörfin á hag­ræð­ingu og upp­­­stokkun verði í rekstri kjöt­­af­­urða­­stöðva með ófyr­ir­­séðum byggða- og sam­­fé­lags­­legum áhrifum þar sem þær starfa.“

Slátraði drögunum

Tíu umsagnir bárust um frumvarpið. Sú sem hafði mesta vigt var frá Samkeppniseftirlitinu. Það hreinlega slátraði frumvarpsdrögunum. Í umsögninni sagði meðal ann­ars að af grein­ar­gerð frum­varps­drag­anna mætti ætla að slát­urs­leyf­is­hafar væru all­marg­ir. „Í reynd eru sjálf­stæðir keppi­nautar sem taka við sauðfé fjórir sé horft til lands­ins alls; fjórir taka við stór­grip­um, fjórir við svínum og þrír við ali­fugl­um. Yfir­lýstar áætl­anir slát­ur­leyf­is­hafa, sem fram koma í erindi til rík­is­stjórnar í nóv­em­ber 2020, sem ítrekað hefur verið í tvígang eftir það, gera ráð fyrir að 2-3 slát­ur­hús verði í sauð­fjár­slátrun á land­inu og 2 í stór­gripa­slátr­un. Í þessu felst að kallað er eftir heim­ild­inni til að geta fækkað slát­ur­húsum í allt að eitt sauð­fjár­slát­ur­hús og eitt stór­gripa­slát­ur­hús á Norð­ur­landi og eitt slát­ur­hús af hvorri gerð á Suð­ur­landi. Ekki hefur átt sér stað mat á byggða- og sam­fé­lags­legum áhrifum slíkra aðgerða.“ 

Frum­varps­drögin tóku einnig til afurða­stöðva í ali­fugla­slátrun og svína­slátr­un, en ekki ein­vörð­ungu til afurða­stöðva í sauð­fjár­slátrun og stór­gripa­slátr­un. „Þörfin fyrir und­an­þágu er þó fyrst og fremst rök­studd með erf­iðri stöðu í hefð­bundnum land­bún­aði. Til dæmis hefur ekki verið aflað grein­inga á stöðu afurða­stöðva í ali­fugla­slátrun við und­ir­bún­ing frum­varps­ins og grein­ing Deloitte tekur ekki til ali­fugla- og svína­slátr­un­ar. Þá tekur grein­ing KPMG aðeins til sauð­fjár­af­urða.“

Þá hafi ekki verið aflað tölu­legra gagna frá afurð­ar­stöðvum sem varpað geti ljósi á rekstur afurð­ar­stöðva og mögu­lega hag­ræð­ing­u. 

Þeir sem taka við sauðfé til slátr­unar eru Kaup­fé­lag Skag­firð­inga (KS), Norð­lenska Kjarna­fæði, SS og Fjalla­lamb. Önnur fyr­ir­tæki eru í eigu eða veru­legum eigna­tengslum við þrjú stærstu fyr­ir­tæk­in. 

Sjálf­stæðir keppi­nautar sem taka við stór­gripum eru einnig fjórir tals­ins, þar af þrír þeirra hinir sömu og starfa við sauð­fjár­slátr­un, þ.e. KS, Norð­lenska Kjarna­fæði og SS, auk B Jensen á Akur­eyri. Þá taka fjórir við svínum og þrír við ali­fugl­u­m. 

Tilraun til að koma á einokun

Í umsögn eft­ir­lits­ins sagði að við und­ir­bún­ing frum­varps­ins hafi ekki verið litið til þess að kjöt­af­urða­stöðvar eru að óveru­legu leyti í meiri­hluta­eigu eða undir stjórn bænda leng­ur. „Ekki er heldur tekið mið að könn­unum sem leiða í ljós að bændur telja samn­ings­stöðu sína gagn­vart afurða­stöðvum slæma.“

NeiSamkeppniseftirlitið gagnrýndi frumvarpsdrögin harðlega og ítarlega. Páll Gunnar Pálsson er forstjóri eftirlitsins.

Áform slát­ur­leyf­is­hafa hafi að lík­indum miðað að því að koma á ein­okun í slátrun og frum­vinnslu afurða. Engin ákvæði séu í frum­varps­drög­unum sem verji „bænd­ur, aðra við­skipta­vini eða neyt­endur gagn­vart sterkri stöðu afurða­stöðva. Þannig er afurða­stöðvum mögu­legt að eyða sam­keppni án þess að bændur geti spornað við því og engin opin­ber stýr­ing eða eft­ir­lit er til staðar til að verja hags­muni bænda, ann­arra við­skipta­vina afurða­stöðva og neyt­enda.“

Þá hafi ekki verð gengið úr skugga um að efn­is­á­kvæði frum­varps­drag­anna sam­ræmis EES-­samn­ingn­um. 

Aðför að neytendum

Neytendasamtökin voru ekki síður myrk í máli í sinni umsögn. Þau sögðu drögin og hugmyndirnar sem búi að baki þeim óboðlegar. „Að hér sé lagt fram frum­varp sem gerir ráð fyrir því að fyr­ir­tæki geti komið sér undan mik­il­vægum ákvæðum sam­keppn­islaga er aðför að neyt­endum [...] Hér er því um að ræða til­raun sem Neyt­enda­sam­tökin telja ófor­svar­an­lega og alls óvíst að sá óljósi árangur sem stefnt er að muni skila neyt­endum nokkrum ábata. Þvert á móti sýnir reynslan einmitt að sam­keppni er helsta vörn neyt­enda gegn háu verð­lagi. Í ljósi fram­an­greinds leggj­ast Neyt­enda­sam­tökin hart gegn því að þetta mál nái fram að ganga.“

Hags­muna­að­ilar í land­bún­aði skiluðu hins vegar margir inn jákvæðum umsögnum og studdu frum­varps­drög­in. Þar má nefna Bænda­sam­tök Íslands sem sögðust telja „mark­miðin með laga­breyt­ing­unni séu góð og geti orðið til góðs fyrir land­bún­að­inn og íslenskt sam­fé­lag í heild en það sem mögu­lega vanti í frum­varpið sé nákvæm­ari útlistun á því hvernig eigi að ná fram þessum mark­mið­u­m.“ Ein helsta athuga­semd Bænda­sam­tak­anna var að und­an­þágan frá nú ólög­mætu sam­ráði yrði tíma­bundin til 2026 en ekki var­an­leg. 

Sam­tök afurða­stöðva í mjólkur­iðn­aði tóku undir mark­mið frum­varps­ins en gerðu líka athuga­semd við tíma­bind­ingu und­an­þág­unn­ar. Undir umsögn þeirra skrifaði stjórn­ar­for­maður sam­tak­anna, Sig­ur­jón R. Rafns­son. Hann er líka aðstoð­ar­kaup­fé­lags­stjóri Kaup­fé­lags Skag­firð­inga, sem er umfangs­mikið í slátur­iðn­aði og hefði haft mik­inn hag af því ef frum­varpi yrði að lögum.

Sig­ur­jón er líka for­maður stjórnar Sam­taka fyr­ir­tækja í land­bún­aði, sem skiluðu líka umsögn þar sem einnig var tekið undir mark­mið frum­varps­ins en kallað eftir því, líkt og aðrir hags­muna­gæslu­að­ilar land­bún­að­ar­ins, að und­an­þágan yrði gerð var­an­leg. 

Fjarstæðukennt að víkja lögum til hliðar

Hljóðið var annað í þeim sem gæta hags­muna versl­unar í land­inu. Sam­tök versl­unar og þjón­ustu sögðu í sinni umsögn að frum­varps­drögin væru ekki á vetur setj­andi. „Eru þau ekki aðeins háð tækni­legum ann­mörkum heldur virð­ist efni drag­anna hvorki sam­ræm­ast þeim gögnum sem þau þó eiga að byggj­ast á né þeirri stöðu sem þau eiga að bæta úr. Verður ekki betur séð en að drög­unum séu settar fram hald­litlar rétt­læt­ingar sem hafa þann til­gang að víkja sam­keppn­is­reglum til hliðar án þess að raun­veru­leg þörf sé á. Sér­staka athygli vekur að efn­is­á­kvæðum drag­anna virð­ist ætlað að ná til afurða­stöðva í slátur­iðn­aði sem ekki liggur neitt fyrir um að búi við hag­ræð­ing­ar­þörf eða hafi að neinu leyti þörf á að kom­ast undan ákvæðum sam­keppn­islaga. Verður ekki betur séð en að litið sé svo á að hags­munir bænda, sem standa frammi fyrir erf­iðu rekstr­ar­um­hverfi, kalli á að við­semj­endum þeirra, afurða­stöðum í slátur­iðn­aði, verði heim­ilað sam­starf óháð gild­andi reglu­verki sam­keppn­islaga. Ekki verður séð að leitt hafi verið fram orsaka­sam­hengi sem styður slíka nið­ur­stöðu heldur má þvert á móti gera ráð fyrir að ákvæði drag­anna veiki bæði stöðu bænda og neyt­enda.“

Í nið­ur­lagi umsagn­ar­innar sagði að það orki ekki aðeins tví­mælis heldur sé hreint út sagt fjar­stæðu­kennt að „víkja sam­keppn­is­lögum til hliðar í þeim til­gangi að koma því til leiðar að afurða­stöðvar í slátur­iðn­aði kom­ist hjá því að setj­ast niður og ræða tæki­færi til hag­ræð­ingar innan ramma gild­andi reglu­verks.“

Félag í „hálfgerðum vandræðum“ með að eyða hagnaði

Félag atvinnu­rek­enda gagn­rýndi frum­varps­drögin líka harð­lega í sinni umsögn. Í henni sagði að sú erf­iða staða afurða­­stöðva í slát­ur­iðn­­aði sem dregin sé upp í grein­­ar­­gerð frum­varps­drag­anna eigi klár­­lega ekki við um öll fyr­ir­tæki sem talin séu upp sem slát­­ur­­leyf­­is­haf­­ar. Ljóst væri að mörg þeirra séu í prýð­i­­legum rekstri. „Af­koma Kaup­­fé­lags Skag­­firð­inga (KS) hefur þannig verið ljóm­­andi góð. Félagið hefur hagnazt um 18,3 millj­­arða króna á síð­­­ustu fjórum árum, þar af 5,4 millj­­arða í fyrra [2021]. Stjórn­­endur félags­­ins hafa verið í hálf­­­gerðum vand­ræðum með hagn­að­inn, eins og sjá má á því að þeir hafa m.a. fjár­­­fest hann í skynd­i­bita­keðjum í Reykja­vík.“ Er þar vísað í kaup KS á Gleðip­inn­um, sem reka ham­­borg­­ara­­stað­ina American Style, Aktu Taktu og Hamborgarafabrikkuna, pizzastaðina Shake & Pizza og Blackbox auk Saffran, Pít­­unnar og Keilu­hall­­ar­inn­­ar. Auk þess reka Gleðip­innar trampólíngarðinn Rush. Áður hafði KS keypt ham­­borg­­ara­­stað­inn Metro

Þá benti Félag atvinn­u­rek­enda á að hagn­aður Stjörn­u­gríss hafi verið 325 millj­­ónir króna á árinu 2021, eða 68 pró­­sent meiri en árið 2020. „Hagn­aður Slát­­ur­­fé­lags Suð­­ur­lands á síð­­asta ári var 232 millj­­ónir króna og í árs­­reikn­ingi vitnað til betri mark­aðs­að­­stæðna og sterk­­ari stöð­u.“

Það furðaði sig á að hvergi í grein­­ar­­gerð frum­varps­drag­anna sé minnst einu orði á nýlegt dæmi um sam­runa kjöt­­af­­urða­­stöðva sem sam­keppn­is­yf­­ir­völd heim­il­uðu. Þar er vísað í ákvörðun Sam­keppn­is­eft­ir­lits­ins þegar það heim­il­aði sam­runa kjöt­­af­­urða­­stöðv­­anna Norð­­lenska, Kjarna­­fæðis og SAH afurða með skil­yrð­um, sem tryggja eiga hag bæði bænda og neyt­enda. „Mög­u­­leikar til hag­ræð­ingar á þessum mark­aði, innan ramma núgild­andi samkeppnis- og búvöru­lög­gjaf­­ar, eru því aug­­ljós­­lega fyrir hend­i.“

Að mati Félags atvinn­u­rek­enda hafi höf­undar frum­varps­drag­anna reynt að skrifa inn í bráða­birgða­á­­kvæðið um hina tíma­bundnu und­an­þágu frá sam­keppn­is­lögum sum af þeim skil­yrð­um, sem sett voru fyrir sam­runa kjöt­­af­­urða­­stöðv­­anna nyrðra, til að bæta áferð máls­ins. „Það breytir ekki þeirri stað­­reynd að yrðu frum­varps­drögin að lögum gætu sam­keppn­is­yf­­ir­völd ekki haft eft­ir­lit með því sam­­starfi sem und­an­þágan myndi heim­ila og sett því skil­yrði til að gæta hags­muna neyt­enda og keppi­­nauta. FA sér enga ástæðu til að und­an­­þiggja sam­­starf á þessum mark­aði slíku eft­ir­liti, sem fyr­ir­tæki á öðrum mörk­uðum mega og eiga að sæta.“

Kjósa
5
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár