Á botninum í mínu fæðingarþunglyndi, þegar mér fannst ég vera að drukkna, mætti ég þremur fagaðilum sem réttu fram hjálparhönd og toguðu mig aftur upp á yfirborðið. Þremur vitringum sem tóku utan um mig, hjálpuðu mér að skilja ástand mitt og sjálfa mig um leið, og vísuðu veginn fram á við. Þetta voru þær Harpa Ósk Valgeirsdóttir, ljósmóðir á Björkinni, Anna María Jónsdóttir geðlæknir og Margrét Gunnarsdóttir, sálmeðferðarfræðingur á Miðstöð foreldra og barna, eins og það hét þá.
Hér er þeirra innlegg í umræðuna um hvernig kerfið, sem þær eru hluti af, virkar og hvað mætti betur fara. Allar sammælast þær um að það sé margt, kerfið hafi brugðist, bæði þeim sem leita til þess og eins hinum sem vissu ekkert hvert hægt væri að leita. Þær lýsa úrræðaleysi varðandi hvert sé hægt að senda konur sem þjást, en ættu ekki að þurfa þess. Ein gengur svo langt að ákalla …
Athugasemdir