Hamingjan. Hvað er hamingja í huga Þránds Þórarinssonar myndlistarmanns?
„Er hún ekki aðeins boðefni í sálarfylgsnum okkar? Ódáinssæla andlegs og holdlegs munaðar er, þegar öllu er á botninn hvolft, aðeins vænn skammtur af endorfíni og dópamíni og hvað sem þetta heitir nú allt saman.“
Hann segir að það sé viðvarandi verkefni að halda sér kátum og glöðum.
„Ætli það sé ekki bara eitthvað sem þarf að sinna jafnt og þétt. Ég held að hamingjan sé ekki fundin í eitt skipti fyrir öll, eitthvert ástand sem maður kemst í og endist í, heldur þurfi maður að leggja jafnt og þétt inn í gleðibankann og gefa sig að því sem gefur merkingu. Það getur reynst þrautin þyngri að finna hamingjuna þegar við fáumst við eitthvað sem hefur engan sýnilegan tilgang.
Sorg og missir eru óhjákvæmilegur partur af lífinu en við getum að einhverju leyti stýrt því hvernig við tökumst á við …
Athugasemdir