Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en ári.

Líf í myrkri

Mis­heimsk­ar eld­flaug­ar hafa dun­ið á úkraínsk­um borg­um og al­menn­ingi í 270 daga. 17 eld­flauga­árás­ir hvern ein­asta dag að með­al­tali. Loft­varn­ir hafa gert mik­ið en inn­við­ir í stóru landi eru ekki svip­ur hjá sjón. Raf­magni er skammt­að. Stjórn­völd biðla til fólks sem á þess kost að fara ut­an að gera það. En á með­an læra börn­in í tón­list­ar­skól­an­um í Irp­in að spila og syngja í myrkri.

Ómur tónlistarinnar heyrist vel í myrkrinu fyrir utan tónlistarskóla barnanna í Irpin. Ofan við innganginn blasir við stórt skotsár á byggingunni, eftir stórskotahríð hersveita Rússa og Úkraínumanna sem börðust um borgina í upphafi innrásarinnar í mars.

Þá voru borgirnar Irpin og Butcha frelsaðar undan Rússum ásamt reyndar öllu svæðinu norður af Kyiv. Fáeinum dögum síðar fékk ég tækifæri á að fara inn fyrir borgarmörkin. Við blasti borgarlandslag sem nú var rústir einar, lík hundraða íbúa í fjöldagröfum. Fólk sem hafði verið tekið af lífi og skilið eftir liggjandi á götunni, oft með hendur bundnar fyrir aftan bak.

Umbreyting Irpin

Irpin hafði orðið sérstaklega illa úti. Nánast lögð í rúst, enda var hún síðasta vígi Rússa á leið þeirra til Kyiv. Það tók rúman mánuð fyrir úkraínskar hersveitir að brjóta á bak aftur innrásarher Rússa og hrekja aftur norður yfir landamærin. Núna, 7 mánuðum seinna, er Irpin aftur orðin að borg …

Kjósa
6
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár