Yrkisefnið lá í aldarandanum. Ísland var af veikum mætti að reyna að brjóta sér leið til sjálfsbjargar og sjálfstæðis og þá reið á að efla ást landsfólksins á ættjörðinni og öllu sem er íslenzkt. Ættjarðarkvæðin voru öðrum þræði tæki í stjórnmálabaráttu upp á líf og dauða. Það átti sannarlega við um þá Jónas og Einar og mörg önnur skáld, en það átti síður við um Grím því hann var í reyndinni allur á bandi Dana í sjálfstæðisbaráttunni og reyndi allt hvað hann gat til að grafa undan Jóni Sigurðssyni við hvert fótmál. Grímur kom ljósklæddur til útfarar Jóns og Ingibjargar konu hans í Dómkirkjunni. Vinir Jóns voru hissa á að sjá Grím í kirkjunni og spurðu hann hverju það sætti. Grímur svaraði að bragði: Ég varð að sjá hann grafinn! Séra Matthías orti þá:
Í gráum kufli Grímur fylgdi gamla Jóni,
urðarköttur konungsljóni.
Yngri skáldin gera minna af því um …
Athugasemdir