Jarðsetning er heiti á bæði kvikmynd og bók um upphaf og endalok í manngerðu umhverfi. Kvikmyndin er sögð margslungið verk þar sem farið er inn í stórhýsi Iðnaðarbankans – sem síðar hýsti Íslandsbanka, Glitni, og loks aftur Íslandsbanka – sem reis á sjöunda áratugnum í anda alþjóðlegra framtíðarhugmynda. Hálfri öld síðar var ákveðið að rífa bankabygginguna.
Í bókinni fléttast frásögnin af niðurrifinu saman við sögu hugmynda, sögu borgar og sögu höfundarins, Önnu Maríu Bogadóttur.
„Þessi bygging var mér mjög hugleikin og sérstaklega þegar ég áttaði mig á því að hún ætti að fara að víkja, í kringum 2014–2015,“ segir Anna María sem er arkitekt og menningarfræðingur.
„Þetta var ekki mín uppáhaldsbygging en þetta var mjög fín bygging; klassísk, táknræn fyrir ákveðið tímabil og mjög vönduð á margan hátt. Hún var táknræn í okkar sögu og fyrir ákveðið tímabil. Fyrir alþjóðlegan módernisma með …
Athugasemdir