Ofbeldi gegn konum í glæpasögum, þáttum eða myndum er ekki nýtt af nálinni – og mætti frekar líta á það sem bókmenntaklisju en nýjung. Mannkynið hefur búið við frásagnir af þessu tagi allt frá Kamelot-ævintýrum um konurænandi risaskriðkvikindi til höfuðsins í kassanum í Se7en og vera má að þær hafi alltaf verið til. Vegna þess hve algengt ofbeldi gegn konum er hlýtur að vera þess vert að velta því fyrir sér hvort nauðsynlegt sé að finna því sess í skáldskap eða hvort það hafi hreinlega slæm áhrif, smætti konur og viðfangsvæði (e. objectify) þær.
Hugtakið „ísskápakonur“, eða „women in refrigerators“, á við um það þegar morð á konu er notað sem tæki fyrir söguframvindu – og þá helst sem hvata fyrir karlkyns aðalpersónu til að hefja sína hetjusögu. Þannig er konan ekki með sinn eigin persónuboga heldur er dauði hennar tæki til þess að færa söguna í ákveðna átt; hún …
Athugasemdir