„Samfélagið þarf að ræða um vændi sem ofbeldið sem það er.“ Eva Dís Þórðardóttir lagði sjálfa sig að veði þegar hún steig fram árið 2016 og lýsti eigin reynslu, í von um að vekja samfélagið til vitundar um alvarleika afleiðinga vændis. Það gerði hún vegna þess að það lifa ekki allir afleiðingarnar af. Kona sem var með henni í Svanahóp Stígamóta svipti sig lífi áður en hópastarfinu var lokið. Fleiri sem hún hafði kynnst á þessari vegferð voru látnir. Þessi reynsla hafði djúpstæð áhrif á hana og varð til þess að hún ákvað að stíga fram, í von um að ná til fólks í slíkri vanlíðan. Kannski vegna þess að áður hafði hún misst föður sinn í sjálfsvígi.
Missti föður í sjálfsvígi
„Ef ég gæti komið í veg fyrir að ein kona myndi fyrirfara sér og fara frekar …
Athugasemdir